Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur viðurkennt í fyrsta sinn að Grikkir þarfnist þriðja neyðarlánsins til að efnahagur þeirra haldist á réttum kili. Hann sagði þetta á kosningafundi þriðjudaginn 20. ágúst.
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði nýlega að ekki væri tímabært að tala um frekari aðstoð við Grikki, Schäuble sagði hins vegar: „Það er óhjákvæmilegt að veita Grikkjum frekari aðstoð.“
Grikkir hafa fengið 240 milljarða evra í neyðarlán frá þríeykinu: ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Í síðasta mánuði taldi AGS að Grikkir þyrftu 11 milljarða evrur í fyrirgreiðslu á árunum 2014 til 2015.
Jörg Asmussen sem situr í framkvæmdastjórn SE verður í Grikklandi miðvikudaginn 21. ágúst til að ræða framkvæmd skilyrða vegna greiðslu neyðarlánsins. Grikkir fengu 5,8 milljarða evra í júlí og vilja fá milljarð í október.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti þriðjudaginn 20. ágúst ráðherra í stjórn sinni til að hraða umbótum til að greiðslan fengist í október.
„Staðið verður við allar dagsetningar,“ sögðu fulltrúar grísku ríkisstjórnarinnar í sjónvarpsviðtali. Nú er lögð áhersla á að reka 4.000 opinbera starfsmenn, hraðari einkavæðingu og upptöku á nýjum fasteignaskatti til að auka tekjur ríkisins.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.