Rannsóknir sýna að iPhone-sími notar meiri raforku á ári en ísskápur. Mark Mills hjá Digital Power Group segir að ísskápur noti að meðaltali 322 kiloWatt-stundir á ári en iPhone 361 kiloWatt.
Víðtækari rannsókn sýnir að tæki tengd tölvu- og upplýsingatækni noti samtals 1.500 teraWatt-stundir af raforku á ári, það er 10% heimsframleiðslunnar. Til að átta sig á hve mikið magn raforku þetta er má nefna að árið 1985 dugði hún til að veita orku til allra rafljósa sem kveikt voru í heiminum á því ári og sé litið nær í tíma dugar þessi orka fyrir Japani og Þjóðverja samtals á líðandi stundu.
Til að vekja athygli á hve hin nýja tækni er orkufrek nefnir The New York Times nýjan skýjakljúf Bank of America í New York til sögunnar. Þegar byggingin var tekin í notkun árið 2009 var henni hampað sem „grænustu“ byggingu heims. Vatnsnotkun í lágmarki á salernum, ljós stillt eftir birtustigi utan dyra og nýting á regnvatni. Allar þessar umhverfisvænu aðgerðir eru einskonar felubúningur utan um markaðssalina og hinar öflugu tölvur sem þjóna þeim sem þar starfa við skjá sem eru sífellt vakandi. Í byggingunni er notað tvisvar sinnum meiri orka en í Empire State-byggingunni sem er meira en 80 ára.
Stórfyrirtæki á sviði hinnar nýju tækni eru meðvituð um að þau verði sökuð um að gengið sé of nærri umhverfinu með raforku frá fordæmdum orkugjöfum. Apple leggur áherslu á að tilraunaver sín séu aðeins knúin af orku frá sjálfbærum verum. Facebook og Google reyna að opna miðstöðvar sínar í nágrenni við vatnsafls- eða vindorku- virkjanir. Flutningskerfi á raforku sem kallað er „smart grid“, snjall-dreifikerfi, er reist á upplýsingatækni til að unnt é að nýta orkuna sem best. Dugar þetta? Notendur þráðlausra kerfa voru 42,8 milljónir árið 2008 og talið er að þeir verði tæpur milljarður árið 2014. Nýmarkaðsþjóðirnar slást í hóp óseðjandi raforkufíkla og það verður að sjá þeim fyrir nægu rafmagni.
Heimild: Le Figaro
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.