Föstudagurinn 6. desember 2019

iPhone notar meiri raforku á ári en ísskápur


21. ágúst 2013 klukkan 16:49

Rannsóknir sýna að iPhone-sími notar meiri raforku á ári en ísskápur. Mark Mills hjá Digital Power Group segir að ísskápur noti að meðaltali 322 kiloWatt-stundir á ári en iPhone 361 kiloWatt.

Víðtækari rannsókn sýnir að tæki tengd tölvu- og upplýsingatækni noti samtals 1.500 teraWatt-stundir af raforku á ári, það er 10% heimsframleiðslunnar. Til að átta sig á hve mikið magn raforku þetta er má nefna að árið 1985 dugði hún til að veita orku til allra rafljósa sem kveikt voru í heiminum á því ári og sé litið nær í tíma dugar þessi orka fyrir Japani og Þjóðverja samtals á líðandi stundu.

Til að vekja athygli á hve hin nýja tækni er orkufrek nefnir The New York Times nýjan skýjakljúf Bank of America í New York til sögunnar. Þegar byggingin var tekin í notkun árið 2009 var henni hampað sem „grænustu“ byggingu heims. Vatnsnotkun í lágmarki á salernum, ljós stillt eftir birtustigi utan dyra og nýting á regnvatni. Allar þessar umhverfisvænu aðgerðir eru einskonar felubúningur utan um markaðssalina og hinar öflugu tölvur sem þjóna þeim sem þar starfa við skjá sem eru sífellt vakandi. Í byggingunni er notað tvisvar sinnum meiri orka en í Empire State-byggingunni sem er meira en 80 ára.

Stórfyrirtæki á sviði hinnar nýju tækni eru meðvituð um að þau verði sökuð um að gengið sé of nærri umhverfinu með raforku frá fordæmdum orkugjöfum. Apple leggur áherslu á að tilraunaver sín séu aðeins knúin af orku frá sjálfbærum verum. Facebook og Google reyna að opna miðstöðvar sínar í nágrenni við vatnsafls- eða vindorku- virkjanir. Flutningskerfi á raforku sem kallað er „smart grid“, snjall-dreifikerfi, er reist á upplýsingatækni til að unnt é að nýta orkuna sem best. Dugar þetta? Notendur þráðlausra kerfa voru 42,8 milljónir árið 2008 og talið er að þeir verði tæpur milljarður árið 2014. Nýmarkaðsþjóðirnar slást í hóp óseðjandi raforkufíkla og það verður að sjá þeim fyrir nægu rafmagni.

Heimild: Le Figaro

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS