Föstudagurinn 6. desember 2019

Kínversk stjórnvöld hvetja ferðamenn til að haga sér vel utan landsteinanna


21. ágúst 2013 klukkan 17:52

„Litið er á þá sem þunga, háværa, ókurteisa, agalausa og þeir eru um allt,“ sagði blaðamaður South China Morning Post á bloggi sínu í byrjun ágúst um kínverska ferðamenn. Um þetta hefur verið fjallað í fleiri fjölmiðlum í Kína og á samskiptasíðum má sjá að fólk tekur nærri sér illt umtal um þjóð sína vegna framgöngu ferðamanna erlendis. Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að grípa í taumana og setja ferðamönnum lífsreglur.

Á þessa guðamynd i Lúxor hefur kínverskur ferðamaður rispað nafn sitt.

Í Business Insider sem styðst við Xinhua-fréttastofuna er sagt frá áminningum sem birtar eru í kínverska ríkissjónvarpinu, CCTV, til ferðamanna um að haga sér vel. Þá verða birt ný lög í október sem heimila að refsa þeim sem virða ekki venjur og hefðir heimamanna.

Nýlega var birt mynd af veggjarkroti eftir ungan Kínverja sem rispaðí í 3.500 ára veggmynd af guðinum Amon í Lúxor: „Ding Jinhao kom hingað“. Vakti fréttin um þetta og myndin sem henni fylgdi mikla hneykslan í Kína. Mikið hefur verið skrifað um málið á helstu bloggsíðu landsmanna, Weibo. Þar hafa menn jafnvel rætt um að þeir ætli að hafa uppi á kauða.

Myndir hafa farið um netheima sem sýna kínverska ferðamenn vaða út í gosbrunna við píramídann hjá Louvre-safninu í París. Þá birtist grein í blaðinu Vice þart sem sagði að á skilti fyrir framan Louvre stæði á mandarín að gestir ættu ekki að ganga örna sinna í görðunum við safnið. Þetta væri aðeins skrifað mandarín, tungumál Kínverja.

Í Hong Kong blaðinu South China Morning Post var fyrr í mánuðinum sagt frá ferðum Kínverja til Norður-Kóreu þar sem þeir eru fjölmennasti hópur ferðamanna. Þeir gangi meðal annars fram af heimamönnum með því að kasta „sælgæti til barna eins og þau séu endur,“ segir sérfróður maður. „Norður-Kóreumönnum finnst þetta óvirðulegt og særandi.“

Ferðalög eru nýmæli í tómstundum Kínverja. Það var ekki fyrr en undir lok tíunda áratugarins sem þeir fengu tvo hvíldardaga í viku, síðan níu frídaga á ári. Nú hafa Kínverjar slegið Bandaríkjamönnum við þegar litið er til hlutfalls útgjalda vegna ferðalaga. Business Insider segir að meira en 10 milljón ferðir hafi verið farnar til útlanda árið 2000 frá Kína en 83 milljónir árið 2012. Í Frakklandi telja menn að fimm milljónir Kínverja muni sækja landið heim árið 2015 sem ferðamenn, þeir voru 900.000 á síðasta ári.

Heimild: Le Monde

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS