Mánudagurinn 1. mars 2021

London: Endurkast frá skýjakljúfi bræðir Jagúar-bíl


4. september 2013 klukkan 15:28

Verktakar við smíði á nýjum skýjakljúfi í London hafa tekið til við að leita leiða til að bæta úr óvæntu vandamáli: endurkast frá gluggum byggingarinnar er svo mikið að það hefur „brætt“ bíl. Verslunareigendur í nágrenni byggingarinnar hafa einnig tilkynnt um tjón vegna hennar og kalla hana „steikarkljúfinn“.

?Steikarkljúfurinn? í London

„Að óreyndu hefði maður aldrei trúað að eitthvað þessu líkt gæti gerst,“ sagði Martin Lindsay bíleigandi við fjölmiðlamenn. Hann lagði lofi prýddum Jagúar-bíl sínum nálægt „Walkie-Talkie“ eins og skýjakljúfurinn sem gnæfir yfir fjármálahverfi London er kallaður. Þegar hann kom að bílnum nokkrum klukkustundum síðar hafði klæðning inni í bílnum undið upp á sig og annar hliðarspegill lafði og sömu sögu var að segja um Jagúar-merkið sem auk þess hafði tekið á sig nýja mynd.

„Á framrúðunni var miði frá verktakafyrirtækinu þar sem sagði: Bíllinn þinn hefur dældast, vinsamlega hringdu í okkur.“ sagði Lindsay.

Skaðvaldurinn voru sólargeislar sem endurköstuðust frá 37 hæða byggingu sem er í smíðum.

Verktakinn skellti skuldinni á stöðu sólar á þessum árstíma, vandinn hyrfi þegar haustaði. Þar til það gerist er ætlunin að hafa fleka við götuna til að hindra endurkastið. Þá hefur þremur bílastæðum þegar verið lokað.

Verslunareigendur hafa gagnrýnt verkatakann og hönnuði hans fyrir að hafa ekki séð þennan vanda fyrir og tekið á honum. „Hér er um heilsu manna og öryggi að ræða,“ sagði Ali Akay sem rekur verslun skammt frá nýju byggingunni. Hann segir að endurkastið hafi verið svo mikið að það hafi brennt gat á eitt af teppunum sem hann býður til sölu. „Þeir hefðu átt að huga að þessu áður en þeir hófu framkvæmdir.“

Óljóst er til hvaða ráða unnt er að grípa nú en ætlunin er að taka húsið í notkun í mars 2014. Þá er einnig óljóst hver ber ábyrgð á þessum mistökum. Rafael Vinoly, arkitekt byggingarinnar, hefur áður tengst vanda af þessu tagi þegar hann teiknaði Vdara-hótelið í Las Vegas fyrir nokkrum árum. Hita- og birtu-endurkastið frá því olli einnig vandræðum.

dw.de

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS