Laugardagurinn 6. mars 2021

Frakkland: Forsætis­ráðherrann segir að beita verði hervaldi gegn stjórnvöldum Sýrlands - Frakklands­forseti safnar liði


4. september 2013 klukkan 20:52

Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, sagði franska þinginu miðvikudaginn 4. september að fyrir því væru fullgild rök að beita hervaldi gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Franska stjórnarandstaðan í UMP-flokknum er andvíg hernaði í Sýrlandi veiti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ekki umboð til hans.

Jean-Marc Ayrault

Fyrir tveimur dögum lagði franska leyniþjónustan fram „sannanir“ fyrir því að ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta hefði beitt efnavopnum 21. ágúst sl. Ayrault sagði að þessi gögn væru reist á „fullvissu“: „Ríkisstjórn Sýrlands ber alla ábyrgð,“ sagði ráðherrann. Hann sagði síðan hið sama og François Hollande Frakklandsforseti sagði þriðjudaginn 3. september þegar hann færði rök fyrir hernaði að skylda og heiður Frakklands væri í húfi að snúast gegn þeim sem beittu efnavopnunum.

Ayrault vakti máls á hættunni sem það mundi skapa á alþjóðavettvangi að grípa ekki til refsiaðgerða núna. „Hvaða skilaboð sendi það til annarra ríkisstjórna, ég bendi á Íran og Norður-Kóreu?“ spurði forsætisráðherrann. Hann sagði að ekki vekti fyrir stjórn Frakklands að senda landhermenn til Sýrlands. Vissulega vildi stjórnin að Assad færi frá völdum en það yrði ekki beitt frönsku hervaldi til að hrekja hann af forsetastóli.

Christian Jacob, þingflokksformaður UMP, áréttaði andstöðu sína við íhlutun án umboðs frá SÞ og minnti á afstöðu Jacques Chiracs Frakklandsforseta gegn Íraksinnrásinni árið 2002. Jean-Louis Borloo, leiðtogi miðjumanna, sagði að kalla ætti allsherjarþing SÞ saman til að taka afstöðu til málsins og Frakkar ættu ekki að gera neitt án stuðnings þess og Arababandalagsins.

Forsætisráðherrann sagði að Frakkar mundu taka höndum saman með „öðrum samstarfsaðilum“. Þegar hann var spurður með hverjum svaraði hann að François Hollande ynni að því að „mynda eins stóran hóp og hann gæti“.

Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, kynnti öldungadeild þingsins sjónarmið ríkisstjórnarinnar í Sýrlandsmálinu á sama tíma og forsætisráðherrann ræddi við fulltrúadeildina.

Christian Jacob frá UMP gagnrýndi að franska ríkisstjórnin hefði einangrað Frakkland innan ESB, stjórnin hefði leitt þjóðina í pólitískt og hernaðarlegt öngstræti. Hún hefði þvert á móti átt að vinna að samstöðu með öðrum þjóðum.

Stjórnarandstaðan hefur þrýst á François Hollande með kröfu um að franska þingið taki afstöðu til hernaðaraðgerða með atkvæðagreiðslu þótt forsetinn þarfnist ekki samþykkis þingsins. Jean-Marc Ayrault sagði að ekki yrðu greidd atkvæði að loknum umræðunum miðvikudaginn 4. september en útilokaði ekki að til atkvæðagreiðslu kæmi síðar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS