Framkvæmdastjórn ESB hafði miðvikudaginn 25. september í hótunum við frönsku ríkisstjórnina vegna afstöðu hennar til róma-fólks (sígauna). Var Frökkum bent á að róma-fólkið væri evrópskir borgarar og ættu rétt á frjálsri för milli landa. Amnesty International ávítaði Frakka einnig vegna brottvísunar róma.
„Frjáls för og frelsi til að setjast að í öðru landi eru grundvallarréttindi. Þau eru skráð í sáttmálana og séu þau ekki virt mun framkvæmdastjórnin beita öllum ráðum sem eru á hennar valdi,“ sagði Olivier Bailly, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB. „Róma-fólkið hefur sömu stöðu og aðrir ESB-borgarar það hefur rétt til frjálsrar farar til allra ESB-ríkja og til að setjast að annars staðar en í upprunaríki sínu.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin gagnrýnir Frakka vegna afstöðu stjórnvalda þar til róma. Fyrir þremur árum greip Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, til þess ráðs að vara Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta við afleiðingum þess að vísa róma-fólki á brott frá Frakklandi.
Eftir að sósíalistar tóku við völdum í Frakklandi hafa þeir haldið áfram að ryðja róma-búðir og reka fólkið á brott. Nú í vikunni hefur dvöl fólksins og afstaða franskra yfirvalda á ný orðið að hitamáli innan Frakklands og hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands, hleypti þessum hita í umræðuna með orðum sem hann lét falla.
Innanríkisráðherrann sagði að hver sá í hópi róma sem ekki stundaði vinnu „skyldi færður aftur að landamærunum“, þetta fólk lifði allt öðru lífi en Frakkar og það segðist aldrei ætla að laga sig að frönsku samfélagi. Ráðherrann ítrekaði miðvikudaginn 25. september að hann stæði við orð sín en í þeim felst að tugir þúsunda róma verða að reknir frá Frakklandi.
Valls er fæddur í Barcelona, sonur innflytjanda frá Spáni sem settist að í Frakklandi í stjórnartíð Francos einræðisherra. Arnau Montebourg, ráðherra í ríkisstjórninni með Valls, gagnrýndi afstöðu hans í róma-málinu með orðum sem verða ekki skilin á annan veg en aðdróttun að Valls vegna uppruna hans. Montebourg sagði:
„Kenningin um að þessi eða hinn eða þessi eða hinn þjóðflokkurinn muni aldrei geta lagað sig að samfélaginu stenst ekki. Þetta sögðu þeir um Ítalina, þetta sögðu þeir um Spánverjana, þetta sögðu þeir um Portúgalina og svo sögðu þeir þetta um arabana. Mér finnst orðum aukið að segja fyrirfram að þeir geti þetta ekki og þess vegna er rétt að leiðrétta það.“
Valls svaraði fyrir sig:
„Ég þarf ekki að leiðrétta neitt. Þeir einir hneykslast á orðum mínum sem þekkja ekki málið.“
Hann endurtók síðan ummæli sem Amnesty International lýsti líkleg til að „festa staðalímynd í sessi og ýta undir óvild“ í garð rúmlega 20.000 róma sem búa um þessar mundir í flökkubúðum í Frakklandi.
„Meirihluta [róma] ætti að flytja aftur að landamærunum,“ sagði Valls. „Við eigum ekki að bjóða þetta fólk velkomið. Ég minni ykkur á yfirlýsingu Michels Rocards [fyrrv, forsætisráðherra sósíalista]: Það er ekki hlutverk Frakka að takast á við volæði alls heimisins.“
Þriðjudaginn 24. september sagði Valls að róma-fólk í Frakklandi hefði engan áhuga á að laga sig að frönskum háttum og flestir í hópnum væru á snærum foringja sem skipulegðu betl og vændi.
Á síðasta ári féllst Valls á að ekki yrði ráðist á flökkubúðir róma og þeim rutt á brott nema fyrst yrði tryggt að fólkið ætti í önnur hús að venda.
Eftir þeirri stefnu hefur varla verið farið og 80% af 12.000 rómum sem hraktir voru úr búðum sínum voru neyddir til að yfirgefa Frakkland. Valls segir að nauðungar-brottvísun sé betri kostur en að sætta sig við ömurlegar, heilsuspillandi tjaldbúðir. Hann segir að betra sé að senda fólkið til upprunalands síns en láta það starfa í þjónustu skipulagðra glæpasamtaka í Frakklandi.
Franska ríkisendurskoðunin hefur gagnrýnt stefnu Valls, í henni felist sóun á skattfé almennings. Þótt stjórnvöld hafi kostað heimflutning þúsunda róma til Rúmeníu og Búlgaríu sjái ekki högg á vatni, fólkið eigi ekki í neinum vandræðum með að snúa aftur til Frakklands i krafti ESB-reglna um frjálsa för.
Heimild: The Local
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.