Föstudagurinn 30. september 2022

Frakkland: Spillingarmál á hendur Nicolas Sarkozy úr sögunni - fer hann á fulla ferđ í stjórnmálabaráttuna?


7. október 2013 klukkan 14:28
Nicolas Sarkozy

Frá ţví var skýrt mánudaginn 7. október ađ rannsóknardómarar í máli ţar sem Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, lá undir grun um ađ hafa ţegiđ ólögmćtan fjárstuđning frá Liliane Bettencourt (90 ára), auđugustu konu Frakklands, hefđu ákveđiđ ađ fella niđur frekari rannsókn á hendur Sarkozy. Hann verđur ţví ekki ákćrđur í málinu. Kann niđurfelling málsins ađ verđa til ţess ađ Sarkozy (58 ára) bjóđi sig fram til forseta áriđ 2017.

Í frétt franska blađsins Sud Ouest segir ađ rannsóknardómurum í Bordeaux hafi ţótt of langsótt ađ rökstyđja ákćru á hendur forsetanum fyrrverandi og ţví fellt niđur mál á hendur honum. Grunur var um ađ Sarkozy hefđi ţegiđ ólögmćtan fjárstuđning frá hinni ellihrumu Lilian Bettencourt í forsetakosningabaráttunni 2007.

Rannsókn á Sarkozy hófst formlega í mars 2013 og snerist hún um hvort hann hefđi beitt Bettencourt „misneytingu“ vegna ellihrumleika hennar. Liliane Bettencourt er erfingi mikils auđs sem fólginn er í L‘Oreal fyrirtćkinu. Var ţví haldiđ fram ađ hún hefđi ekki gert sér grein fyrir ţví ađ Sarkozy hefđi af henni fé. Voru grunsemdir um ađ allt ađ 4 milljónum evra hefđu runniđ úr pyngju frúarinnar í sjóđi UMP-flokksins.

Clare Thibout, bókhaldari Bettencourt, sagđi ađ hún hefđi tekiđ út 150.000 evrur í reiđufé og ţađ hafi runniđ til UMP-flokks Sarkozys. Einstaklingi er bannađ ađ veita meira en 4.600 evrur á ári til kosningabaráttu stjórnmálaflokks á einu ári. Fleiri hafa veriđ til rannsóknar í málinu og er ekki vitađ hvađ verđur um málarekstur á hendur ţeim.

Allt fram ađ fréttunum mánudaginn 7. október var taliđ ađ Sarkozy yrđi sakborningur í ţessu máli. Síđast í september hafnađi áfrýjunarréttur kröfu hans um ađ rannsóknardómararnir létu máliđ niđur falla.

Ţegar Nicolas Sarkozy tapađi forsetakosningunum voriđ 2012 fyrir François Hollande tapađi hann einnig friđhelgi forsetans og unnt var höfđa mál gegn honum.

Sarkozy hefur stađfastlega haldiđ fram ađ hann hafi ađeins einu sinni komiđ á heimili Bettencourt í kosningabaráttunni 2007 og ţá hafi hann átt erindi viđ eiginmann hennar, hann er nú látinn. Starfsmenn í höllu milljarđamćringsins sögđu ţessa frásögn Sarkozys ekki rétta.

Niđurfelling ţessa máls kann ađ auđvelda Sarkozy ađ skipa sér ađ nýju í forystu miđ-hćgrimanna í Frakklandi. Hann sćtir ţó enn rannsókn vegna áskana um ađ hann hafi ţegiđ 50 milljónir evra í reiđufé frá Muammar Gaddafi, einrćđisherra í Líbíu, í kosningabaráttunni 2007.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS