Sérfræðingar Toyota-bílasmiðjanna hafa þróað nýtt rafknúið farartæki sem aka má langa leið aðeins knúið af fullkomnum efnarafölum (fuel cell). Á þýsku vefsíðunni SpiegelOnline sagði föstudaginn 1. nóvember að með þessari nýju rafknúnu bifreið yrði stigið „dramatískt skref“ frá því markmiði að fjöldaframleiða, öflugan, rafbíl knúinn með rafhlöðu (batteríi).
Í greininni á vefsíðunni segir að nýi rafbíllinn muni vinna eins og venjulegur bíll. Unnt verði að aka honum 600 km án áfyllingar. Það muni aðeins taka nokkrar mínútur að hlaða hann en ekki margar klukkustundir eins og rafbíla núna. Bílinn mun ekki einu sinni þurfa að tengja rafmagni af því að hann er knúinn vetni og framleiðir rafmagn sitt sjálfur. Miklu skiptir segir Spiegel að hér séu ekki djarfhuga menn í leit að áhættufé á ferð heldur stærsti bílaframleiðandi heims – sjálft Toyota-risafyrirtækið.
Nú síðar í þessum mánuði á Tokyo Motor Show mun Toyota sýna í fyrsta sinn fólksbíl sem ekki mun láta mikið yfir sér og ekki verða með öflugri vél en 100 kw, hann mun þó draga að sér mikla athygli, segir Spiegel. Þarna verði til sýnis fyrsti fjöldaframleiddi efnarafalabíllinn og hann komi væntanlega á markað árið 2015.
Kraft sinn fær bíllinn frá efnarafölum – einskonar orkustöð sem sameinar vetni og súrefni og framleiðir með því rafmagn. Spiegel segir að efnarafalar hafi verið þekktir lengi en áhugi á þeim hafi minnkað eftir að athygli beindist af vaxandi þunga að rafhlöðum. Í samanburði við rafhlöður virtust efnarafalar of dýrir, of flóknir og of máttlausir. Rafhlöður virtust hafa sigrað.
Þýska blaðið telur að einmitt í þessu ljósi beri að líta á Toyota-verkefnið sem byltingarkennt, með því sé horfið frá rafbíl knúnum rafhlöðu en nú séu slíkir bílar framleiddir hjá öðrum hvorum bílaframleiðanda heims. Ekki megi gleyma því að Toyota hafi á sínum tíma haft frumkvæði og forystu um smíði bíla sem notuðu bæði rafhlöðu og bensín/diesel. Nú snúi Toyota algjörlega bakinu við rafhlöðubílum.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.