Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson (F) lagði mánudaginn 4. nóvember fram svar við skriflegri fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni (S) frá 17. október um úttekt á stöðu viðræðna við Evrópusambandið. Ráðherrann segir að samið hafi verið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um framkvæmd úttektarinnar og ráðherrann stefni að því að kynna skýrslu stofnunarinnar í janúar 2014.
Í svari utanríkisráðherra er vísað á vefsíðu utanríkisráðuneytisins, þar sé að finna frekari upplýsingar um samning ráðuneytisins og minnisblað sem honum fylgi.
Samningurinn er undirritaður 25. október 2013 og greiðir ráðuneytið hagfræðistofnun 25 milljónir króna auk virðisaukaskatts og ferðakostnaðar fyrir verkið. Fram kemur að allar ferðir tengdar verkefninu séu háðar samþykki ráðuneytisins og að haga skuli málum þannig að sem hagkvæmust kjör fáist hverju sinni. Í minnisblaði kemur fram að Hagfræðistofnun reikni með að ferðakostnaður kunni að verða 2,4 milljónir króna.
Um er að ræða fjórar jafnar greiðslur: við undirritun samnings, við munnlega framvinduskýrslu um miðjan nóvember, við afhendingu frumdrögum að lokaskýrslu um miðjan desember og við afhendingu á lokaskýrslu 15. janúar 2014. Tekið er fram að búningur lokaskýrslu eigi að vera á þann veg að hana megi leggja fram á alþingi sem formlegt þingskjal.
Tekið er fram að hagfræðistofnun sjái alfarið um skipulag verkefnisins og ráði til þess innlenda og erlenda sérfræðinga.
Í minnisblaðinu um úttektinni er vísað til stjórnarsáttmálans um efni þessarar úttektar. Sagt er að hún skiptist í þrjá meginþætti:
(1) Stöðu umsóknar Íslands um aðild að ESB.
Við úttekt á stöðu viðræðnanna verður litið til þess sem fyrir liggur í gögnum um þá kafla sem hafa verið opnaðir. Einnig verður til kafla sem hafa ekki verið opnaðir og dregnar ályktanir um umfang þeirra og mikilvægi. ´
Í minnisblaðinu segir:
„Þá er nauðsynlegt að ræða við fulltrúa í samninganefnd Íslands og fulltrúa ESB sem komið hafa að viðræðunum til að fá þeirra mat á stöðunni auk þess sem leita verður til embættismanna, bæði hér heima og erlendis og fleiri aðila eftir því sem nauðsyn ber til.
Útfrá þessum upplýsingum má draga ályktanir um hve langt viðræðurnar eru komnar, bæði hvað varðar tíma og umfang.“
(2) Þróun ESB; sögu sambandsins en þó sérstaklega þróun þess eftir að viðræður við Íslendinga hófust. Fjallað verður um lagalega og stofnanalega þróun. Efnahagsþróun frá júlí 2009 verður könnuð og lagt mat á útlit í efnahagsmálum ESB með „sérstakri áherslu á hvaða áhrif það hefði á íslenskt efnahagslíf“. Þá verður litið til pólitískrar þróunar ESB m. a. með hliðsjón af auknu hlutverki Evrópuþingsins, pólitískri þróun í aðildarríkjum ESB o.s.frv.
(3) Framtíðarþróun ESB og verður lögð áhersla á stofnanalega þróun – dýpkun ESB; stækkunarstefnu ESB og breytingar á henni – stækkun ESB; efnahagslega þróun ESB (gjaldmiðill, mannfjöldi (innflytjendur), framleiðsla, framleiðni); viðskiptasamninga (EES,ESB og Bandaríkin, ESB og Japan, ESB og Kína).
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.