Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Framkvæmda­stjórn ESB í stríð við plastpoka - umhverfissinnar vilja strangari reglur


5. nóvember 2013 klukkan 13:37

Framkvæmdastjórn ESB lagði mánudaginn 4. nóvember fram tillögu um aðgerðir til að minnka notkun plastpoka um 80%, um 710.000 tonn af þeim lenda á ruslahaugum ESB-ríkjanna ár hvert. Hver ESB-borgari notar um 200 slíka poka á ári og flestum þeirra (89%) er fleygt eftir að pokinn hefur verið notaður aðeins einu sinni.

Janez Potocnik, umhverfisstjóri ESB, segir að pokarnir valdi „hrikalegum umhverfisskaða“. Þeir séu til marks um „rusl“ menningu og verði tákn hennar um hrundruð ára, þeir eyðist ekki á skemmri tíma „þótt við notum þá aðeins í nokkrar mínútur“.

Umhverfisstjórinn vill að aðildarríkin setji sér hvert og eitt markmið um fækkun pokana og noti annaðhvort til þess gjaldtöku eða setji almennt bann við pokunum.

Hann benti á Írland sem „gott fyrirmyndarland“. Írska ríkisstjórnin hefði gripið til gjaldtöku og rusl vegna plastpoka hefði minnkað um 95%.

Meðal 28 ESB-ríkja hafa 12 ríki sett lög til að minnka notkun plastpoka. Minnst er notkun þeirra í Finnlandi og Danmörku - þar er talið að hver maður noti aðeins fjóra plastpoka á ári. Mest er notkunin í Póllandi, Portúgal og Slóvakíu þar sem hver maður notar að meðaltali 466 plastpoka á ári.

Í tillögum umhverfisstjóra ESB er gert ráð fyrir að hvert aðildarríki ákveði á hvaða hátt það takist á við vandamálið og ekki eru sett nein tímamörk um hvenær markmiðinu um 80% fækkun skuli náð. Ríkin hafa hins vegar tvö ár til að setja reglurnar með markmiðið að leiðarljósi.

Umhverfisverndarsinnar telja að aðferð framkvæmdastjórnarinnar dugi ekki, hún skjóti sér undan vandanum og skelli honum á ríkisstjórnir einstakra landa. ESB-þingmenn græningja hafa lofað að taka á málinu þegar það kemur fyrir ESB-þingið. Þeir vilja að fækkun pokanna verði tímasett.

Heimild: EUobserver

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS