Viviane Reding , dómsmálastjóri ESB, vill að Evrópusambandið stefni að því að koma á fót eigin leyniþjónustu frá og með árinu 2020. Þetta kom fram í viðtali við hana í gríska dagblaðinu Naftemporiki mánudaginn 4. nóvember þegar rætt var við hana um hleranir Bandaríkjamanna. „Við verðum að styrkja stöðu Evrópu á þessu sviði svo að við stöndum jafnfætis bandarískum félögum okkar á leikvellinum.“
Dómsmálastjóri ESB sagði einnig:
„Ég mundi þess vegna vilja nýta þetta tilefni til að gera samning um öflugra leyniþjónustusamstarf milli aðildarríkja ESB – það mundi gera okkur kleift að tala einum sterkum rómi við Bandaríkjamenn. Það verður að veita NSA mótvægi. Langtímamarkmið mitt er því að koma á fót Evrópskri leyniþjónustu árið 2020.“
Nú þegar er nokkurt samstarf á milli leyniþjónusta ESB-ríkjanna. Þær skiptast á trúnaðarupplýsingum um átök og hryðjuverkaógnir á vettvangi IntCen sem starfar innan vébanda utanríkisþjónustu ESB. Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum hittast auk þess í svonefndum CP931 vinnuhópi undir handarjaðri ráðherraráðs ESB.
Utan vébanda ESB hittast leyniþjónustustjórar í hópi sem ber heitið Club de Berne og í undirhópi hans, Counter Terrorism Group, gagn-hryðjuverkahópur.
ESB aflar sér upplýsinga með því að senda fulltrúa IntCen til ríkja utan ESB til að kynna sér stöðu mála. Þeir heimsækja viðkomandi lönd í samkomulagi við stjórnvöld landsins.
Utanríkisþjónusta ESB fær frásagnir og skýrslur frá 13 borgaralegum og hernaðarlegum skrifstofum sem hún heldur úti á hættusvæðum, þar má nefna Eulex í Kósóvó og EUTM í Malí.
Á vegum utanríkisþjónustu ESB starfa um 40 svæðisbundnir öryggissérfræðingar sem senda frásagnir frá óróasvæðum eins Líbanon og Líbíu. Þá er einnig haldið úti hermálafulltrúum í nokkrum ESB-sendiráðum.
ESB-embættismaður sagði EUobserver að Reding hefði lýst einkaskoðun sinni í gríska dagblaðinu, hún hefði ekki rætt hugmynd sína innan framkvæmdastjórnar ESB. Ekki væri unnt að hrinda áformum hennar í framkvæmd nema með breytingu á ESB-sáttmálum. Málið yrði ekki tekið neins staðar á dagskrá fyrr en eftir ESB-þingkosningarnar í maí 2014.
Hugmynd um þetta kom til umræðu strax á árinu 2004. Þá lögðu Austurríkismenn og Belgar til að leyniþjónusta ESB kæmi til sögunnar. Tillagan var reifuð skömmu eftir að 200 manns höfðu fallið í árás á lestarstöð í Madrid. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tóku tillögunni fálega.
Í frásögn EUobserver segir að í Austurríki hafi menn enn áhuga á ESB-leyniþjónustustofnun. Á hinn bóginn sjáist þess engin merki að stór ESB-ríki séu annarrar skoðunar en fyrir 10 árum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.