Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Dómsmála­stjóri ESB vill stofna leyniþjónustu ESB árið 2020 - segir nauðsynlegt að skapa mótvægi við Bandaríkin


5. nóvember 2013 klukkan 16:04
Viviane Reding

Viviane Reding , dómsmálastjóri ESB, vill að Evrópusambandið stefni að því að koma á fót eigin leyniþjónustu frá og með árinu 2020. Þetta kom fram í viðtali við hana í gríska dagblaðinu Naftemporiki mánudaginn 4. nóvember þegar rætt var við hana um hleranir Bandaríkjamanna. „Við verðum að styrkja stöðu Evrópu á þessu sviði svo að við stöndum jafnfætis bandarískum félögum okkar á leikvellinum.“

Dómsmálastjóri ESB sagði einnig:

„Ég mundi þess vegna vilja nýta þetta tilefni til að gera samning um öflugra leyniþjónustusamstarf milli aðildarríkja ESB – það mundi gera okkur kleift að tala einum sterkum rómi við Bandaríkjamenn. Það verður að veita NSA mótvægi. Langtímamarkmið mitt er því að koma á fót Evrópskri leyniþjónustu árið 2020.“

Nú þegar er nokkurt samstarf á milli leyniþjónusta ESB-ríkjanna. Þær skiptast á trúnaðarupplýsingum um átök og hryðjuverkaógnir á vettvangi IntCen sem starfar innan vébanda utanríkisþjónustu ESB. Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum hittast auk þess í svonefndum CP931 vinnuhópi undir handarjaðri ráðherraráðs ESB.

Utan vébanda ESB hittast leyniþjónustustjórar í hópi sem ber heitið Club de Berne og í undirhópi hans, Counter Terrorism Group, gagn-hryðjuverkahópur.

ESB aflar sér upplýsinga með því að senda fulltrúa IntCen til ríkja utan ESB til að kynna sér stöðu mála. Þeir heimsækja viðkomandi lönd í samkomulagi við stjórnvöld landsins.

Utanríkisþjónusta ESB fær frásagnir og skýrslur frá 13 borgaralegum og hernaðarlegum skrifstofum sem hún heldur úti á hættusvæðum, þar má nefna Eulex í Kósóvó og EUTM í Malí.

Á vegum utanríkisþjónustu ESB starfa um 40 svæðisbundnir öryggissérfræðingar sem senda frásagnir frá óróasvæðum eins Líbanon og Líbíu. Þá er einnig haldið úti hermálafulltrúum í nokkrum ESB-sendiráðum.

ESB-embættismaður sagði EUobserver að Reding hefði lýst einkaskoðun sinni í gríska dagblaðinu, hún hefði ekki rætt hugmynd sína innan framkvæmdastjórnar ESB. Ekki væri unnt að hrinda áformum hennar í framkvæmd nema með breytingu á ESB-sáttmálum. Málið yrði ekki tekið neins staðar á dagskrá fyrr en eftir ESB-þingkosningarnar í maí 2014.

Hugmynd um þetta kom til umræðu strax á árinu 2004. Þá lögðu Austurríkismenn og Belgar til að leyniþjónusta ESB kæmi til sögunnar. Tillagan var reifuð skömmu eftir að 200 manns höfðu fallið í árás á lestarstöð í Madrid. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tóku tillögunni fálega.

Í frásögn EUobserver segir að í Austurríki hafi menn enn áhuga á ESB-leyniþjónustustofnun. Á hinn bóginn sjáist þess engin merki að stór ESB-ríki séu annarrar skoðunar en fyrir 10 árum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS