Aðstoðarmaður forsætisráðherra Breta krefst þess að Jeremy Paxman, einn helsti umræðurstjóri BBC, biðjist afsökunar af einlægni og opinberlega fyrir að kalla David Cameron forsætisráðherra „algjört fífl“ vegna áforma hans um að minnast 100 ára upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar á hátíðlegan hátt árið 2014.
Það fór fyrir brjóstið að Paxman að Cameron skyldi líkja minningarhátíðinni við það sem gert var árið 2012 vegna 60 ára krýningarafmælis Elísabetar II Bretadrottningar.
Paxman vakti reiði forsætisráðherrans þegar hann sagði fyrir fáeinum dögum í spjallþætti á BBC hjá Graham Norton að honum „stæði ekki á sama“ þegar hann heyrði Cameron „tala um að verja skuli milljónum punda til að minnast þessa afmælis“ og að forsætisráðherranum hefði dottið í huga að bera þetta saman við krýningarafmælið árið 2012.
Paxman sagði:
„Þetta gefur fólki því til kynna að það eigi á einhvern hátt að efna til hátíðar vegna þessa. Satt að segja mundi aðeins algjört fífl fagna slíkum hörmungum.
Alls sneru um 750.000 manns aldrei aftur hingað.
Milljónir manna fóru á vígstöðvarnar. Milljónir manna biðu andlegt og líkamlegt tjón. Enginn ætti að fagna því. Cameron komst aðeins klaufalega að orði.“
Rob Wilson, þingmaður Íhaldsflokksins og aðstoðarmaður forsætisráðherrans, hefur nú skrifað til Halls lávarðar, forstjóra BBC, og krafist þess að hinn 63 ára gamli BBC-umræðustjóri biðjist afsökunar.
Wilson lýsir ummælum Paxmans sem „gróflegum útúrsnúningi“ á ræðu forsætisráðherrans í Imperial War Museum þar sem hann sagði orðrétt:
„Ég vil minningarhátíð sem snertir þjóðarsálina um landið allt, í skólum og á vinnustöðum, í ráðhúsum og hjá sveitarstjórnum.
Minningarhátíð eins og krýningarhátíðin í ár gefur hugmynd um hvernig við erum sem þjóð.“
Í ræðunni sem var flutt í október 2012 tilkynnti forsætisráðherrann að rúmum 50 milljónum punda yrði ráðstafað til að minnast þess „sögulega“ viðburðar að fyrri heimsstyrjöldin hefði hafist.
Wilson segir:
„Paxman á í einlægni og opinberlega að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Hann á að gera áhorfendum BBC og greiðendum afnotagjalds til BBC ljóst að orð hans hafi verið ónákvæm og illa rökstudd.
Mig langar einnig til að spyrja hvort þú teljir það hæfa andliti helsta fréttaþáttar BBC, Newsnight, að standa að slíkum pólitískum árásum.
Háðsglósur og árasir af þessu tagi stuðla meðal annars að því að almenningur er fráhverfur stjórnmálum.“
Bréfið er sent aðeins fáeinum dögum eftir að Nick Glegg, varaforsætisráðherra Breta, gagnrýndi Paxman einnig harðlega fyrir háðsyrði hans.
Paxman gaf til kynna að hann hefði fengið sig fullsaddan af stjórnmálum og hann gæti skilið „að allur látbragðsleikurinn á grænu bekkjunum í Westminster [breska þinghúsinu] líktist [því sem gerðist í] fjarlægum og sjálfupphöfnum bergmálssal“. Clegg sagði:
„Hér talar maður sem fær milljón punda, eða þar um bil, í aðra hönd frá skattgreiðendum. Hann hefur framfæri sitt af stjórnmálum og allur hans tíma fer í að hæðast að stjórnmálum.“
Talsmaður BBC sagði: „Við höfum ekki fengið bréf Wilsons, við svörum því þegar þar að kemur eftir að við fáum það.“
Heimild: Mailonline
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.