Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Grikkland: Ótti við vítahring hryðjuverka - vinstrisinnar lýsa hefndarmorðum á hendur sér


17. nóvember 2013 klukkan 14:04

Áður óþekktur hópur vinstrisinna í Grikklandi sem á ensku er kallaður The People's Struggling Revolutionary Powers hefur lýst ábyrgð á sínar hendur vegna skotárása og morðs á tveimur félögum í öfga-hægriflokknum Gullinni dögun. Lögreglan rannaskar réttmæti yfirlýsingar hópsins.

Lögregla fyrir utan skrifstofu Gullinnar dögunar

Vinstrisinnarnir segjast hafa hefnt morðsins á rapparanum Pavlos Fyssas. Í yfirlýsingu sem birtist á grísku vefsíðunni Zougla segist hópurinn bera ábyrgð á „pólitískri aftöku á fasistunum í ný-nasistaflokknum Gullinni dögun“. Með þessu sé hefnt fyrir morðið á Pavlos Fyssas. Rapparinn var einnig þekktur undir nafninu Killah P. hann barðist gegn fasisma og var stunginn til bana af stuðningsmanni Gullinnar dögunar í september sl.

Hringt var í Zougla og án þess að nokkur segði til sín bent á USB-kubb þar sem finna mátti 18 blaðsíðna yfirlýsingu vegna morðsins á félögunum í Gullinni dögun. USB-kubburinn fannst í plastpoka í úthverfi Aþenu, Kaisariani.

Emmanuel Kapelonis, 22 ára, og Giorgos Foundoulis, 27 ára, voru skotnir til bana 1. nóvember fyrir utan hverfisskrifstofu flokks síns í úthverfi Aþenu. Frá því að þeir voru myrtir hefur fylgi við Gullna dögun aukist úr 6,6% í 8,8% í könnunum. Fylgið hafði hrunið af flokknum eftir morðið á Fyssas.

Innan ríkisstjórnar Grikklands óttast menn að skapast hafi vítahringur átaka milli hryðjuverkahópa sem láti einskis svífast hver gegn öðrum og þetta muni leiða til vaxandi öryggisleysis í samfélaginu.

Eftir að Fyssas var myrtur gerði lögreglan atlögu að Gullinni dögun, þriðja stærsta stjórnmálaflokki landsins. Nikolaos Mihaloliakos flokksleiðtogi og fimm þingmenn flokksins hafa verið sakaðir um að tilheyra glæpahópi og bíða dóms.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS