Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Danmörk: Lars Løkke Rasmussen fellur á trúverðugleikaprófi


17. nóvember 2013 klukkan 15:57

Greiningarfyrirtækið Wilke í Danmörku hefur gert könnun fyrir Jyllands-Posten á trúverðugleika stjórnmálaforingja. Hann er mældur á kvarðanum 1 til 10. Nú mælist Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, á botninum með einkunnina 3,57 næst fyrir ofan hann er Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, með einkunnina 4,59.

Lars Løkke Rasmussen

Lars Løkke Rasmussen hefur lækkað í áliti vegna svokallaðs GGGI-máls, það er ferðalaga hans á besta farrými til fjarlægra heimshluta á kostnað umhverfisverndarsamtaka. Hann efndi á dögunum til fjögurra tíma langs blaðamannafundar án þess að geta rétt hlut sinn.

Christine Cordsen, aðalþingfréttaritari Jyllands-Posten, segir sunnudaginn 17. nóvember að menn efist nú um pólitíska og siðferðilega dómgreind formanns Venstre og það sé mjög alvarlegur dómur fyrir mann sem berjist fyrir að verða forsætisráðherra.

Hún bendir einnig á að góð staða Venstre og Lars Løkkes Rasmussens í skoðanakönnunum undanfarin tvö ár hafi ekki aðeins snúist um traust á flokknum og formanninum heldur einnig um ósk almennings eftir að hann taki við stjórnarforystu en Helle Thorning-Schmidt. Þess vegna verði að hafa í huga að óskin um Løkke sem kost í stað annars verri sé ekki reist á mikilli hollustu við hann. Nú glími Løkke við trúnaðarbrest gagnvart kjósendum og hann eigi mjög erfitt endurreisnarstarf fyrir höndum.

Christine Cordsen segir að ekki sé nein ástæða fyrir Helle Thorning-Schmidt til að fagna. Hún sé að vísu fyrir ofan Løkke en á svipuðu róli og flokksformenn í vanda eins og Lars Barfoed í Íhaldsflokknum og Annette Vilhelmsen í Sósíalíska þjóðarflokknum (SF),

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS