Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Norðurslóðir: Bandaríska varnarmála­ráðuneytið kynnir stefnu sína í átta liðum - vill efla Norðurskautsráðið


24. nóvember 2013 klukkan 18:04

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti föstudaginn 22. nóvember norðurslóðastefnu sína í átta liðum. Með henni útfærir ráðuneytið stefnu sem bandaríska forsetaembættið sendi frá sér í maí 2013 um markmið Bandaríkjanna á norðurskautsvæðinu. Í stefnu ráðuneytisins er lögð áhersla á samstarf við aðrar þjóðir og einstaka hópa eða þjóðarbrot sem búa á norðurslóðum.

Bandarískir hermenn við öflun rannsóknagagna á Norður-Íshafi.

Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti stefnu ráðuneytis síns í ræðu sem hann flutti föstudaginn 22. nóvember á ráðstefnunni Halifax National Security Forum í Kanada. Ráðherrann sagði að bráðnun íss í Norður-Íshafi skapaði bæði ný tækifæri og beindi athygli að nýjum hættum sem bandarísk yfirvöld yrðu að sinna.

Ráðherrann sagði að búist væri vil að siglingar um Norðurleiðina (fyrir norðan Rússland) mundi 10 faldast á árinu 2013 miðað við árið 2012. Ferðamönnum mundi fjölga og hætta á slysum aukast. Fiskgegnd mundi einnig leiða sjómenn á norðlægari slóðir en áður. Þá væri einnig vaxandi áhugi á að nýta sér það sem „talið er nema fjórðungi af olíu og gasi sem enn hefur ekki verið fundið á jörðinni“.

Í stefnu varnarmálaráðuneytisins er hvatt til rannsókna og kortagerðar í samvinnu við aðra, þá verði að smíða skip sem geti athafnað sig á norðurlóðum og bæta tækjakost bandaríska hersins í sama skyni.

Þá er hvatt til þess að Bandaríkjamenn og allar norðurslóðaþjóðir skapi hæfilegt jafnvægi milli gæslu fullveldis síns og viðleitni til jafnvægis við mótun og framkvæmd norðurslóðastefnu sinnar.

Ráðherrann sagði að ráðuneyti sitt mundi vinna að því að efla Norðurskautsráðið og stuðla að annarri svæðisbundinni samvinnu. Það mundi starfa náið með bandaríska utanríkisráðuneytinu í nýjum verkefnum eins og Arctic Security Forces Roundtable og nýlegum fundum yfirmanna herafla á norðurslóðum. Samstarf af þessu tagi mundi efla fjölþjóðlega samvinnu á svæðinu og þar með einnig draga úr hættu á árekstrum.

Ráðherrann sagði að stefna ráðuneytis síns mótaðist af viðleitni til að stíga eitt skref í einu á löngum tíma en ekki skyndilausnum á skömmum tíma

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS