Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Frakkland: Ríkis­stjórnin vill banna litað blek í húðflúr


27. nóvember 2013 klukkan 14:47

Franska ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir banni við að notað sé litað blek við húðflúr (tattóveringar). Listamenn í greininni hafa efnt til mótmæla í franska þinginu. Þeir telja vegið að starfsheiðri sínum með því að vekja ótta meðal almennings án þess að nokkur vísindaleg rök liggi að baki áformum stjórnvalda.

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt verður bannað að nota níu af tíu blektegundum á franska markaðnum. Aðeins verður heimilað að nota svart, hvítt, grátt og vissa tegund af bláu og grænu bleki.

ANSM, frönsk stofnun sem á að gæta heilsuöryggis, hefur tekið undir þá skoðun samtaka húðsjúkdómalækna að litað blek við húðflúr ýti undir hættu á sýkingu, ofnæmi og jafnvel krabbameini.

Forystumenn húðflúrara segja að ekki sé unnt setja bann í Frakklandi einu það verði að skoða málið á vettvangi ESB og komast að sameiginlegri niðurstöðu þar. Þá verði bannið til þess að hrekja þá sem vilji láta tattóvera sig til þeirra sem selja muni þjónustu sína á svörtum markaði og þar með auka hættuna á sjúkdómum. Loks sé með öllu fráleitt að ganga á þennan hátt á rétt þeirra einstaklinga sem vilji að listamenn skreyti líkama þeirra og noti til þess liti að ósk viðkomandi.

Könnun sem gerð var í Frakklandi árið 2010 sýnir að 10% fullorðinna Frakka vilja hafa að minnsta kosti eitt húðflúr á líkama sínum, hlutfallið hækkar í 20% meðal þeirra sem eru á aldrinum 25 til 34 ára. Á 11 dögum tókst einum tattó-meistara að safna 110.000 nöfnum á lista gegn banninu.

Atlagan gegn húðflúr-litum er aðeins einn liður í aðgerðum frönsku ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar á þingi til að banna ýmsar vörur eða leggja á þær ofurgjöld í því skyni að stuðla að meira heilbrigði þjóðarinnar.

Í október boðaði ríkisstjórnin bann á nokkrum tegundum ilmkerta og reykelsis. Þá hefur franska þingið samþykkt sérstakan skatt á orkudrykki eins og Red Bull. Þá hefur verið sagt frá áformum um ný gjöld á rafrettur, sætur og bragðbætt vín til að draga úr neyslu þeirra.

Heimild: The Local

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS