Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDSU), Horst Seehofer, leiðtogi Kristilegra sósíalista (CSU) í Bæjaralandi og Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins (SPD), kynntu miðvikudaginn 27. nóvember og lýsti ánægju með stjórnarsáttmála á 177 blaðsíðum sem verið hefur í smíðum frá því fáeinum dögum eftir þingkosningarnar í Þýskalandi 22. september. Lokafundur um sáttmálann stóð í 17 klukkustundir.
„Við verðum stór samsteypustjórn með stórt hlutverk,“ sagði Merkel á blaðamannafundi í Berlín. „Við tökum ekki höndum saman um skuldir heldur til að skapa stöðugleika.“
Kristilegir féllust á kröfu SPD um lágmarkslaun, 8.50 evrur á tímann frá og með næsta ári. Heimild verður til að semja sig undan ákvæðum um lágmarkslaun fram til ársins 2017. Í þessu felst að um 1 milljón Þjóðverja á lægstu launum þurfa ekki félagslega uppbót til að draga fram lífið.
SPD setti fram kröfur um breytingu á eftirlaunakerfinu og varðandi tvöfaldan ríkisborgararétt. Þeir komast á full eftirlaun sem verða 63 ára og hafa unnið að minnsta kosti í 45 ár. Börn erlendra foreldra sem eru fædd og alin upp í Þýskalandi eftir 1990 geta fengið tvöfaldan ríkisborgararétt. Fram til þessa hafa þau orðið að velja á milli ríkisborgararéttar í Þýskalandi eða ættlandi foreldra sinna fyrir 23 ára aldur.
Kristilegir stóðu fast gegn skattahækkunum, skattar hækka alls ekki né skuldir ríkisins frá og með 2015.
Fallist var á kröfu CSU um veggjald á útlendinga. Um er að ræða gjald á bíla sem skráðir eru utan Þýskalands og gjaldtakan verður að falla að ESB-lögum og reglum.
Nú verður stjórnarsáttmálinn lagður undir atkvæði 470.000 félaga í SPD. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir um miðjan desember. Sigmar Gabriel sagði að flokksmenn sínir mundu „örugglega“ styðja sáttmálann.
Skipan í ráðherraembætti verður ákveðin eftir atkvæðagreiðsluna innan SPD. CDU mun fara með forystu í ríkisstjórninni og hafa samtals fimm ráðherra auk yfirmanns kanslaraskrifstofunnar (ígildi ráðherra), SPD fær sex ráðherra og CSU þrjá.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.