PISA-könnunin 2012 sýnir að 15 ára þýskir grunnskólanemendur hafa tekið miklum framförum í öllum greinunum þremur: stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi. Í Þýsklandi tóku 5.000 nemendur PISA-prófin en 510.000 alls í 65 löndum og héruðum. Í fyrstu PISA-könnuninni árið 2000 voru þátttakendur frá 40 löndum og héruðum.
Samanburður á árangri eftir könnunum sýnir að þýskir nemendur hafa bætt stöðu sína á einstakan hátt, einkum hefur þeim fækkað sem standa sig verst í þýska skólakerfinu. Hlutfall þeirra var 23% í PISA 2003 en er 18% núna.
Meðal þess sem fyrir dyrum stendur í Þýskalandi til að bæta skólakerfið enn frekar er að sambandsyfirvöld í Berlín og stjórnendur í höfuðborgum einstakra sambandslanda ætla að gera átak til að fækka þeim undir 10% sem eru lakastir og hækka hlutfall hinna bestu yfir 20%. Verður lögð sérstök rækt við bestu nemendurna frá og með næsta ári. Þá verður hugað sérstaklega að þeirri staðreynd að í stærðfræði eru strákar 14 stigum betri en stelpur.
Þýskir nemendur náðu 514 stigum í stærðfræði, það er 20 stigum yfir meðaltalinu, sem er 494 stig, íslenskir nemendur náðu 493 stigum. Þetta þýðir að forskot þýskra nemenda í stærðfræði jafngildir um hálfu ári.
Könnunin sýnir að þýskir nemendur sem koma frá velstæðum fjölskyldum eru um 43 stigum fremri í stærðfræði en nemendur frá illa stæðum fjölskyldum, þetta jafngildir einu og hálfu skólaári. Hið sama kemur í ljós þegar borin er saman árangur nemenda af þýskum uppruna og nemenda frá fjölskyldum innflytjenda, munurinn nemur 54 stigum eða næstum tveimur skólaárum.
Þýskir nemendur fengu 508 stig í lesskilningi (OECD meðaltal 496 stig), íslenskir nemendur náðu 483 stigum. Meðaltal þýskra nemenda í náttúrulæsi er 524 stig (meðaltal OECD 501 stig), íslenskir nemendur náðu 478 stigum.
Josef Kraus, formaður þýska kennarasambandsins. telur að fjölga beri kennslustundum í þýskum skólum. Þær verði 110% sem leiði ekki til „óhemjumikils kostnaðar“ en muni gagnast vel bæði fyrir slaka og góða nemendur.
Í Þýskalandi tala fjölmiðlar um að þjóðin hafi fengið PISA-Schock – PISA-áfall – árið 2000 þegar fyrsta PISA-niðurstaðan var kynnt. Það hafi leitt til ýmissa breytinga á skólakerfinu meðal annars að sett hafi verið sameiginlegur menntunarstuðull fyrir öll sambandslöndin 16.
Heimild: Frankfurter Allgemeine Zeitung
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.