Kanna á spillingu innan Evrópusambandsins sjálfs segir Emily O‘Reilly , ESB-umboðsmaður (European Ombudsman) þriðjudaginn 4. febrúar, daginn eftir að birt var „ógnvekjandi“ skýrsla um spillingu í ESB-ríkjunum 28. „Stjórnsýsla ESB verður að standast ströngustu kröfur,“ segir ESB-umboðsmaðurinn. Hún telur að almennt sé staðan betri innan stofnana ESB en í mörgum aðildarríkjanna.
Þrátt fyrir að ESB-umboðsmaðurinn telji ástandið ekki slæmt innan ESB varar hún við sjálfsánægju og kæruleysi, hún hvetur því til þess að framkvæmdastjórn ESB felli „ESB-stofnanir undir næstu úttekt á spillingu“.
Emily O‘Reilly fagnar spillingarskýrslunni sem framkvæmdastjórn ESB birti mánudaginn 3. febrúar. Þar kemur fram að um 120 milljarðir evra (tæpir 19.000 milljarðar ISK) fara til spillis innan ESB-ríkjanna á ári vegna spillingar. Þetta grafi undan trausti af hálfu almennings í garð stjórnsýslu ESB og góðra stjórnarhátta.
Cecilia Malmström, innanríkismálastjóri ESB, sem kynnti spillingarskýrsluna sagði stofnanir ESB hafa staðið utan við úttektina að baki skýrslunni þar sem þær lytu eftirliti endurskoðunardómstóls ESB.
Emily O‘Reilly segir að taka megi saman aðra skýrslu eftir tvö ár eftir að rætt hafi verið ríkisstjórnir einstakra landa um til hvaða ráða skuli gripið.
Hún sagði að skrifstofa sín fengi margar kvartanir vegna ESB-stofnana og nefnd hún „skort á gegnæi, grun um hagsmunaárekstur, óeðlileg tengsl fyrrverandi starfsmanna ESB og önnur siðferðileg álitamál“.
Hún sagði að nú væri unnið að rannsókn á því hvernig framkvæmdastjórn ESB tæki á því sem á ensku er nefnt revolving door, hringhurð, það er málum sem varða fyrrverandi háttsetta embættismenn ESB sem hefja störf í fyrirtækjum sem starfa á sviðum sem áður féllu undir eftirlitssvið þeirra eða voru nánir samstarfsaðilar á meðan þeir störfuðu hjá ESB.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.