Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Sér­fræðingur hagfræði­stofnunar í ESB-viðræðuferli Íslendinga segir viðræðunum „sjálfhætt“ vegna ágreingins um landbúnað og sjávar­útveg


2. mars 2014 klukkan 19:20

Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, höfundur þess viðauka við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem fjallar um ESB-aðildarferli Íslands og stöðu þess sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins sunnudaginn 2. mars að ESB-aðildarviðræðum Íslendinga væri í raun „sjálfhætt“ af því að Íslendingar ættu ekki kost á neinum varanlegum sérlausnum eða undanþágum af hálfu ESB.

Ágúst Þór Árnason

Í samtali við ríkisútvarpið sagði Ágúst Þór að niðurstaða sín varðandi helsta þrætuepli þeirra sem vilji halda viðræðum áfram og þeirra sem vilji hætta þeim væri afdráttarlaus og hann bætti við:

„Það er alla vega alveg ljóst að það er ekki um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tímabundnar og klárlega ekki sem að yrði hluti af löggjöf Evrópusambandsins.“

Ágúst Þór sagði að Evrópusambandinu þætti að vissu leyti heiður að því að fá Ísland inn í Evrópusambandið, af hálfu þess væri þó ekki nein knýjandi þörf til að veita Íslendingum undanþágur til að laða þá inn í sambandið. Hann sagði að seinni rýnifundurinn um sjávarútvegskaflann hefði verið haldinn fyrir þremur árum, í mars 2011. Síðan hefði bókstaflega ekkert verið í fréttum um þann kafla og að það væri verðug spurning sem ekki hefði verið svarað af hverju Evrópusambandið hefði ekki viljað afhenda rýniskýrslu sína um sjávarútvegskaflann.

Ágúst sagði það niðurstöðu sína, í ljósi þess að ekki yrði hægt að fá neinar varanlegar sérlausnir eða undanþágur, að aðildarviðræðum væri í raun sjálfhætt:

„Það horfir þannig við mér og það má algerlega lesa það út úr þeim skrifum sem ég lagði fram í viðaukanum. Sko það verður þá einhver að koma með eitthvað upp á borðið sem segir eitthvað annað. Ég hef ekki heyrt það.“

Við þessa frásögn sem fengin er af ruv.is má vísa í niðurstöðukafla viðaukans eftir Ágúst Þór, þar segir meðal annars:

„[M]iðaði hægt í stærstu hagsmunamálum Íslendinga, landbúnaði og sjávarútvegi, jafnvel þótt rík áhersla hafi verið lögð á það af Íslands hálfu að viðræður um þessa kafla hæfust sem fyrst. Ekki tókst að opna landbúnaðarkaflann og sjávarútvegskaflinn sigldi í strand áður hann komst á það stig að hægt væri að ljúka rýniskýrslu um hann og í kjölfarið hefja viðræður um kaflann. Ástæðan var sú að sambandið vildi setja viðmið um opnun hans sem hefði verið óaðgengilegt með öllu fyrir Ísland. Þau hefðu falið í sér að Ísland undirgengist áætlun um aðlögun að sjávarútvegsstefnu sambandsins áður en viðræður hæfust um kaflann.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS