Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Misvísandi fréttir um hótanir rússneska hersins í garð Úkraínumanna


3. mars 2014 klukkan 19:14

Forseti þings Rússlands segir að eins og mál standa sé „ekki nauðsynlegt“ að hefja hernaðaraðgerð í Úkraínu. Hann lét þessi orð falla mánudaginn 3. mars þegar yfirmaður Svartahafsflota Rússlands neitaði að hafa sett Úkraínumönnum úrslitakosti og krafist uppgjafar þeirra. Sergei Narjskín þingforseti sagði Rússa hafa „rétt“ til að grípa til vopna gegn Úkraínu en það væri ónauðsynlegt á þessu stigi.

Narjskín lét þessi orð falla rétt eftir að rússneska fréttastofan Interfax birti tilkynningu þar sem sagði að tilkynning hefði borist frá Svartahafsflota Rússa um úrslitakosti gagnvart her Úkraínu á Krímskaga, hann hefði til klukkan 5 að morgni þriðjudags 4. mars til uppgjafar (03.00 að ísl. tíma).

Bandarískar heimildir herma að rússneskur herafli hafi nú Krím á valdi sínu í krafti rúmlega 6.000 hermanna á skaganum við Svartahaf. Rússneskir hermenn umkringdu nokkrar herstöðvar Úkraínu á skaganum sunnudaginn 2. mars, daginn eftir að efri deild rússneska þingsins heimilaði Vladimír Pútín Rússlandsforseta að beita hervaldi til að vernda rússneskan minnihluta í Úkraínu.

Arsenij Jatsenjuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, brást við með því að kalla út allt vara-herlið landsins með þeim orðum að ráðamenn í Moskvu hefðu fært þjóðirnar tvær á „brún hörmunga“.

„Hér er ekki um hótun að ræða: þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landi mínu,“ sagði hann í Kænugarði.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að her Rússa verði á Krímskaga „þar til stjórnmálaástandið komist í venjulegt horf“. Hann segir að gagnrýni af hálfu NATO sé aðeins skref sem muni grafa undan markmiðum bandalagsins sjálfs. Þá gagnrýnir hann hótanir ráðamanna á Vesturlöndum um refsiaðgerðir gegn Rússum, þær sýni aðeins að þeir leggi meiri áherslu á „geópólitískar vangaveltur“ sínar er örlög Úkraínumanna.

Af hálfu Evrópusambandsins hefur verið ákveðið fresta tvíhliða viðræðum við Rússa um afnám vegabréfsárita. Rússar eiga aðild að hópi G8, átta ríkja, leiðtogar sjö ríkjanna hafa ákveðið að fara ekki til fundar í Sotsji í sumar í boði Pútíns nema ástandið taki stakkaskiptum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS