Laugardagurinn 27. febrúar 2021

Úkraína: Þrástaða milli ríkis­stjórnar og Rússavina í austurhlutanum - NATO segir Rússa vígbúast við landamærin - Obama vill herða refsiaðgerðir


11. apríl 2014 klukkan 11:18
Rússavinir láta að sér kveða í borgum í austurhluta landsins, Rússsar safna 40.000 manna herliði við landamærin.

Arsenij Jatsenjuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, hittir föstudaginn 11. apríl héraðsstjóra í austurhluta landsins í þeim tilgangi að binda enda á þrástöðu gagnvart stuðningsmönnum Rússa í landshlutanum. Hann hvetur héraðsstjórana til að fullvissa íbúa héraða þeirra um að stjórnvöld í Kænugarði muni tryggja öryggi þeirra og efnahag.

Jatsenjuk er staddur í Donetsk þar sem vopnaðir Rússavinir krefjast sjálfstjórnar og hafa lagt undir sig stjórnarbyggingar til að ná markmiðum sínum.

Á sama tíma og forsætisráðherrann leggur sig fram um að jafna ágreining í landi sínu vex spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna vegna hótana Rússa í gasviðskiptum og hernaðarbrölts þeirra.

Rússar hafa í hótunum við Úkraínumenn vegna ógreiddra gasreikninga.

NATO segir að um 40.000 rússneskir hermenn séu gráir fyrir járnum við landamæri Úkraínu.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, krafðist þess föstudaginn 11. apríl að með lagalega skuldbindandi hætti lýsti Úkraína yfir hlutleysi sínu. Ráðherrann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að NATO ætti ekki að verða við óskum Úkraínumanna um aðild að bandalaginu.

Í borginni Luhansk hafa Rússavinir enn byggingu öryggislögreglunnar á sínu valdi. Fulltrúar Úkraínustjórnar hafa heitið aðgerðasinnum sakaruppgjöf yfirgefi þeir bygginguna.

Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði miðvikudaginn 9. apríl að hann vænti þess að á næstu 48 stundum næðu stjórnvöld tökum á málum í austurhluta landsins „með viðræðum eða valdbeitingu“.

Starfstjórnin í Kænugarði sakar Rússa um að standa að baki aðgerðum Rússavina í því skyni að skapa glundroða eins og gert var á Krímskaga. Rússar segja þetta rangt.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fimmtudaginn 10. apríl að skrúfað yrði fyrir gassölu til Úkraínu greiddi ríkisstjórnin í Kænugarði ekki það sem hún skuldaði. Hann sendi einnig bréf til ríkisstjórna 18 Evrópuríkja og sagði að lokun á gasi til Úkraínu hefði áhrif á gassölu til þeirra.

Rússneski orkurisinn Gazprom segir að Úkraínumenn skuldi 2,2 milljarða dollara vegna kaupa á gasi og tvöfaldaði nýlega gasreikninginn til þeirra.

Fyrri deilur um sölu á gasi til Úkraínu hafa valdið gasskorti í ýmsum ríkjum ESB. Framkvæmdastjórn ESB segist hafa aðgang að varabirgðum sem dugi grípi Rússar til lokunar.

Í símtali við Angelu Merkel Þýskalandskanslara fimmtudaginn 10. apríl sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að undirbúa frekari refsiaðgerðir gegn Rússum ef þeir sýndu enn meiri hörku gagnvart Úkraínumönnum.

Í næstu viku er þess vænst að fulltrúar Rússa, Úkraínumanna, Bandaríkjanna og ESB-manna hittist á fundi í Genf. Er það fyrsti fundur aðilanna síðan allt hljóp í hnút.

NATO birti fimmtudaginn 10.apríl gervihnattamyndir sem sérfræðingar bandalagsins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri þess, segja að sýni svart á hvítu hvernig Rússar hafi staðið að hervæðingu við landamæri Úkraínu á síðustu vikum.

Rússneskur embættismaður segir að myndirnar sýni heræfingar Rússa á þessum slóðum í ágúst 2013. NATO segir myndirnar teknar undir lok mars og í byrjun apríl 2014. Þær sýni um 40.000 rússneska hermenn, háþróaðan vopnabúnað þar á meðal flugvélar og þyrlur.

Heumild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS