Þing Evrópuráðsins The Parliamentary Assembly of the Council of Europe (PACE) í Strassborg samþykkti fimmtudaginn 10. apríl að innlimun Rússa á Krímskaga „bryti algjörlega gegn sáttmála Evrópuráðsins“ og skilyrðum sem Rússar samþykktu við aðild sína að ráðinu árið 1996. Þá samþykkti þingið að svipta rússneska þingmenn ráðsins atkvæðisrétti á þinginu árið 2014 (til 26. janúar 2015). Rússneskir þingmenn mega ekki heldur sitja í forsætisnefnd, stjórnarnefndh og fastanefnd þingsins auk þess sem þeir eru ekki gjaldgengir í nefndir til eftirlits með kosningum.
Tillaga um þetta var samþykkt með 145 atkvæðum gegn 21 en 22 skiluðu auðu. Ögmundur Jónasson (VG) situr á Evrópuráðsþinginu. Hann var í hópi þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Eftir þriggja tíma umræður um tillöguna komst þingið að þeirri niðurtsöðu að hernám hluta af landi Úkraínu, hótun um beitingu hervalds, viðurkenning á ólögmætri svonefndri þjóðaratkvæðagreiðslu og innlimum Krím „stangaðist án minnsta vafa alvarlega gegn alþjóðalögum“.
Stefan Schennach, jafnaðarmaður frá Austurríki, var talsmaður tillögunnar á þinginu.
Fyrir utan að fordæma framgöngu Rússa og svipta þá réttindum og áhrifum í nefndum þingsins hvetur Evrópuráðsþingið einnig til þess að reynt verði í pólitískum viðræðum að leysa málið og ekki skuli snúið aftur til vinnubragða á tímum kalda stríðsins. Yrði rússneska þingmannanefndin rekin af þinginu yrði komið í veg fyrir að halda mætti uppi samræðum við hana. Þá sé Evrópuráðsþingið góður vettvangur til að kalla Rússa til ábyrgðar á grundvelli gilda og meginreglna Evrópuráðsins.
Þingið áskilur sér þó rétt til að gera Rússa brottræka úr þingsalnum dragi Rússar ekki úr spennu gagnvart Úkraínu og afturkalli innlimun Krímskaga.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.