Laugardagurinn 16. janúar 2021

Gassamningur Rússa og Kínverja kann að marka þáttaskil í alþjóða­stjórnmálum og áherslum í rússneskum utanríkis­málum


21. maí 2014 klukkan 17:24

Forsetar Kína og Rússlands: Xi og Pútín í Shanghai 20. maí 2014.

Vladimír Pútin Rússlandsforseti hefur ritað undir gassölusamning til 30 ára við Kínverja. Talið er að meta megi samninginni á 400 milljarða dollara. Samningurinn er milli Gazprom í Rússlandi og China National Petroleum Corp (CNPC), Ríkisolíufélags Kína. Unnið hefur verið að samningsgerðinni í 10 ár.

Pútín var sagði um verðmæti samningsins í tilkynningu til rússnesku fréttarásarinna Rossija fimmrudaginn 21. maí:

„Verðið er viðunandi fyrir báða aðila. Eins og endranær er það tengt, í samræmi við ákvæði í öllum alþjóðasamningum við samstarfsaðila okkur á Vesturlöndum, einkum Vestur-Evrópu, við markaðsverð á olíu og olíuframleiðsluvörum. Um er að ræða algjörlega samræmda, almenna verðformúlu.“

Hlutabréf í Gazprom hækkuðu um 2% eftir að fréttir um gerð samningsins bárust.

Ritað var undir samninginn á leiðtogafundi í Shanghai og í krafti hans er ætlunin að flytja 38 milljarða rúmmetra af jarðgasi á ári til Kína frá og með 2018. Erfiðast var að ná samkomulagi um verð og sagt er að þar hafi Kínverjar ekki gefið eftir fyrr en í fulla hnefana. Líklegt er að deilur Rússa og Úkraínumanna sem hafa skapað óvissu um orkusölu Rússa vestur á bóginn hafi að lokum ýtt undir vilja þeirra til að semja.

Kínverjar hafa keypt gas frá Turkmenistan og einnig nýlega frá Búrma.

Jamie Robertson, fréttamaður BBC, segir að gengið hafi verið frá samningnum klukkan fjögur að nóttu sem sýni hve miklu skipti fyrir Pútín að niðurstaða fengist í málinu, hann hafi ekki viljað fara samningslaus frá Shanghai. Farið sé með ákvæði samningsins sem „viðskiptaleyndarmál“.

Rain Newton-Smith, sérfræðingur í nýmarkaðslöndum hjá Oxford Economics, segir við BBC:

„Samningsgerðin og niðurstaðan hefur táknrænt gildi – fram kemur vilji hjá báðum ríkjum til að eiga samstarf. Til umræðu hafa verið aðrir þættir eins og þátttaka Kínverja í gerð samgöngumannvirkja í Rússlandi og smíði orkuvera.

Þetta líkist að mörgu leyti fjárfestingum Kínverja í Afríku þar sem þeir leitast við að halda verði á hrávörunni sem lægstu en koma síðan að mannvirkjagerð innan þeirra ríkja þar sem þeir eiga viðskipti.“

Jonathan Marcus, utanríkis- og öryggismálasérfræðingur BBC, segir að spenna á milli Rússa og vestrænna þjóða hafi ekki aðeins verið vegna Úkraínu:

„Það er grundvallarágreiningur vegna Sýrlands og varðandi allt sem einkennir stefnu Vladimírs Pútíns í málefnum þjóðar sinnar. Þessi samningur kann að vera til marks um mikilvæg þáttaskil, þegar Rússar líta meira til austurs en vesturs vegna efnahags síns og geópólitískra hagsmuna.“

Kínverjar eru mesta viðskiptaþjóð Rússa og var veltan í viðskiptum þeirra 90 milljarðar dollara árið 2013 þeir stefna að 200 milljarða dollara veltu innan 10 ára.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS