Evrópuvaktin fer eitthvað fyrir brjóstið á Fréttablaðinu. Á baksíðu blaðsins í morgun segir:
„Tilgangurinn mun vera að birta upplýsingar, sem áhrif geti haft á umræðu um aðild Íslands að ESB. Fæstar fréttir virðast þó sýna sambandsins beztu hliðar.“
Þessi eina setning lýsir athyglisverðri afstöðu Fréttablaðsins til frétta. Almennt hafa menn talið að fréttir felist í því að segja frá því sem er að gerast hverju sinni. Ekki að velja fréttir eftir því, sem hentar skoðun þeirra, sem fréttirnar flytja.
Undanfarna daga hafa fréttir um vandamál Grikkja og nokkurra annarra aðildarríkja ESB og evrusvæðisins verið aðalefni fjölmiðla um alla Evrópu og helztu blaða í Bandaríkjunum. Ástæðan er auðvitað sú, að Grikkir eiga að borga 8,5 milljarða evra 19. maí, sem þeir eiga ekki til. Borgi þeir ekki fer mikil atburðarás í gang.
Lítið hefur farið fyrir fréttum af þessum málum í Fréttablaðinu. Nú er komið í ljós af hverju það er. Það sem nú er að gerast á vettvangi Evrópusambandsins sýnir að mati blaðsins ekki „beztu hliðar“ þess.
Og þá er ekki sagt frá slíkum fréttum!
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...