Mánudagurinn 1. mars 2021

Evrópu­samtökin vara við Evrópu­vaktinni


15. júní 2010 klukkan 23:58

Eins og lesendur Evrópuvaktarinnar vita birtist hér frétt um niðurstöðu skoðanakönnunar í Noregi, sem sýndi meiri andstöðu við ESB-aðild en nokkru sinni fyrr. Könnunin var unnin fyrir dagblöðin Klassekampen og Nationen og hér var birt sem fréttaskýring, sem Klassekampen sagði um könnunina og í tilefni af henni.

Að þetta skuli birt, fer fyrir brjóstið að Evrópusamtökunum og á vefsíðu þeirra 15. júní segir:

„ESB-málið getur tekið á sig furðulegar myndir. Styrmir Gunnarsson, pistlahöfundur MBL og Björn Bjarnason fyrrum alþingismaður, hafa sett á fót sína eigin gælusíðu um Evrópumál, kölluð Evrópuvaktin. Um er að ræða sömu síðu og AMX, nema bara með “Evrópu-innihaldi„ Umsjónamaður er einnig sá sami og rekur AMX. Þetta er því næstum því sami grautur í sömu skál!

Um helgina kom þýðing á efni frá Noregi á síðu Styrmis og Björns. En það kom ekki frá neinu hægri-riti, heldur KLASSEKAMPEN (STÉTTABARÁTTAN!). Um er að ræða málgagn og dagblað vinstri-sinna í Noregi!

Hvenær hefði t.d. Mogginn notað efni úr Öreiganum eða Fréttum frá Sovétríkjunum?

En hér gildir hið fornkveðna: Óvinir óvina minna eru vinir mínir! “

Líklega er höfundur þessarar klausu á vefsíðu Evrópusamtakanna of ungur til að muna eftir kalda stríðinu og því, þegar í Morgunblaðinu birtust fréttir frá APN, fréttastofu Sovétríkjanna, ef þær voru taldar eiga erindi í blaðið.

Evrópusamtökin halda úti vefsíðu, þar sem ekkert birtist, nema þjóni málstað ESB-aðildarsinna. Þar eru greinilega ákveðnir fjölmiðlar í banni, af því að þeir flytja ekki fréttir, sem þjóna málstað samtakanna. Með þeirri klausu, sem hér er birt, er tilgangur Evrópusamtakanna greinilega sá að vara félagsmenn sína við að lesa Evrópuvaktina. Það þarf ekki að koma á óvart, að samtökin og boðskapur þeirra er gjarnan kenndur við ESB-heimatrúboð.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS