Mánudagurinn 18. janúar 2021

ESB-loforðin standast ekki


19. júní 2010 klukkan 22:21

Hjónin Þorsteinn Baldursson og Katrín Magnúsdóttir fóru í sjö vikna ferð á húsbíl vítt og breitt um Evrópu, sem hófst í apríl árið 2009. Þau langaði að heyra hljóðið í almenningi í Evrópu eftir bankahrunið hér á landi. Húsbíllinn var merktur Íslandi og voru hjónin mikið spurð út í ástandið á Íslandi. Þorsteinn segir frá ferðinni í Sunnudagsmogganum, sem kom út 19. júní. Þau hjónin hefðu borið sig vel og notað áhuga á Íslandi til að spyrja viðmælendur sína um viðhorf þeirra til aðildar landa sinna að Evrópusambandinu.

Þá segir Þorsteinn:

Þorsteinn Baldursson

„Við báðum fólk líka að ráðleggja okkur, hvort við ættum að ganga í ESB. Það kom okkur mjög á óvart að langflestir sögðust í upphafi hafa verið jákvæðir og kosið með ESB, en að nú væru þeir reynslunni ríkari og sæju eftir að hafa kosið með ESB vegna þess að loforð pólitíkusanna hefðu ekki staðist. Fólk nefndi ofboðslegan kostnað við ferlíkið í Brussel og að ófrelsi, boð og bönn gerðu því lífið erfiðara og dýrara en áður. Þess má geta að fólkið sem við töluðum við var almenningur, fólk eins og ég og þú, sem er allt annað en þegar embættismenn tala við kollega sína eða pólitíkusar tala við pólitíkusa.“

Margir Íslendingar heyra einmitt varnaðarorð af þessu tagi, þegar rætt er við almenning í ESB-löndum um afstöðu hans til sambandsins. Einmitt af þeim sökum er embættismönnunum í Brussel verst af öllu við þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir reyna að forðast þær eins og heitan eldinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS