Ţriđjudagurinn 30. nóvember 2021

Hver í VG hefur veriđ í nánustu „bandalagi“ viđ Sjálfstćđis­flokkinn?!


8. nóvember 2010 klukkan 10:02

Svavar Gestsson

Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, veltir ţví fyrir sér í Fréttablađinu í dag, hvort vinstri menn geti ekkert lćrt og rekur splundrun vinstri stjórna á undanförnum áratugum til ágreinings um kaupgjaldsvísitölu aftur og aftur, stundum hafi einhverjir ţeirra fariđ á taugum og nefnir ţar sérstaklega Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1974 og kvartar jafnframt undan ţví, ađ stundum hafi einhverjir úr ţeirra hópi tilhneigingu til ađ „gera bandalag“ viđ vonda menn í öđrum herbúđum.

Flestir ţeirra, sem nú stjórna landinu eru gamlir Alţýđubandalagsmenn. Sá flokkur varđ til áriđ 1956 međ kosningabandalagi Sameiningarflokks alţýđu Sósíalistaflokks og Málfundafélags jafnađarmanna. Svavar er enn helzti handhafi hinnar pólitísku arfleifđar Sósíalistaflokksins en deilir ţví hlutverki ađ vísu međ Álfheiđi Ingadóttur.

Nokkrum árum eftir myndun Alţýđubandalagsins ţoldu forystumenn Sósíalistaflokksins međ engu móti návist forsvarsmanna Málfundafélags jafnađarmanna og leifanna af Ţjóđvarnarflokki Íslands, sem hafđi fengiđ ađ fljóta međ. Öll pólitísk orka Sósíalistaflokksins fór í ađ berjast gegn hinum nýjum bandamönnum međ Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson í broddi fylkingar. Ţegar Alţýđubandalagiđ var gert ađ formlegum stjórnmálaflokki 1968 skildi leiđir og Samtök frjálslyndra og vinstri manna urđu til.

Ţegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók viđ 1971 ţoldu forystumenn Alţýđubandalagsins heldur ekki návist Hannibals og Björns og af ţví leiddi stöđugan ófriđ innan ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar.

Međ sama hćtti er hćgt ađ rekja sögu allra annarra vinstri stjórna á Íslandi. Ţađ var ekki kaupgjaldsvísitalan, sem felldi ţćr heldur sá veruleiki, ađ ţeir, sem ekki ţóknuđust Sósíalistaflokknum á sínum tíma og arftökum hans eftir ţađ hafa aldrei fengiđ nokkurn friđ fyrir fimmtu herdeildarstarfsemi af ţeirra hálfu.

Ţetta má sjá á núverandi vinstri stjórn. Ţađ er allt í uppnámi innan Vinstri grćnna. Hvers vegna? Vegna ţess, ađ ţar er hópur fólks, sem er ekki tilbúinn til ađ fylgja forystunni sem hlaut pólitískt uppeldi sitt hjá arftökunum í Sósíalistaflokknum skilmálalaust og ţá fćr ţađ sama fólk ađ finna fyrir ţví.

Viđ bćtist, ađ nú er neđanjarđarhernađurinn hafinn gegn samstarfsflokknum í ríkisstjórn og kemur engum á óvart. Tónninn er sleginn í Arnarhvoli og ekki fariđ leynt međ ţađ. Ţessa sögu ţekkja ţeir bezt, sem yfirgáfu Alţýđubandalagiđ hver á fćtur öđrum vegna ţess, ađ ţeir ţoldu ekki ofríkiđ, sem ţar var beitt.

Annars er forvitnilegt, ţegar Svavar Gestsson er ađ saka flokksbrćđur sína um samskipti viđ ađra. Ţađ var hćgt ađ lćra margt í Austur-Ţýzkalandi í den tid.

Hver í flokki Vinstri grćnna skyldi hafi gert nánasta „bandalagiđ“ viđ forystumenn Sjálfstćđisflokksins á allmörgum undanförnum árum og notiđ góđs af ??!

Ţetta er gáta, sem fróđlegt verđur ađ sjá, hvort einhverjir ráđa rétt.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS