Föstudagurinn 5. mars 2021

Baugsmálið og ásakanir um „pólitískan dóm“ Hæstaréttar


1. febrúar 2011 klukkan 07:56

Talsmenn stjórnarflokkanna hafa nú í heila viku gefið í skyn með einum eða öðrum hætti, að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp pólitískan dóm með niðurstöðu sinni í stjórnlagaþingsmálinu. Ráðherrar, þingmenn stjórnarflokkanna og talsmenn þeirra á öðrum vettvangi segja þetta undir rós, segja í öðru orðinu að auðvitað muni allir hlýða niðurstöðu Hæstaréttar en....

Þessi hvíslherferð gegn Hæstarétti er athyglisverð í ljósi þess, að sami réttur kvað upp dóm í miklu átakamáli, Baugsmálinu, hálfu ári fyrir hrun, sem margir þeirra, sem nú telja að Hæstiréttur gangi erinda stjórnarandstöðunnar, töldu þá að væri áfall fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu reynt að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki tækju öll völd á Íslandi í krafti peninga og án þess að hafa til þess lýðræðislegt umboð.

Sennilega er lítil von til þess að talsmenn núverandi stjórnarflokka verði nokkurn tíma samkvæmir sjálfum sér.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS