Lárus Blöndal reiknar ekki með að Bretar og Hollendingar höfði mál fyrir dómstólum á Íslandi
Hér á þessum vettvangi var því haldið fram í gær, að ekkert lægi fyrir um að Bretar og Hollendingar mundu fara með Icesave-málið fyrir dómstóla og þar af leiðandi væri rangt að halda því fram, að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram mun fara um Icesave III snúist um það, hvort þjóðin samþykki samninginn eða dómstólar taki við.
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni um Icesave staðfestir í samtali við Morgunblaðið í dag að þetta sé rétt og kveðst sjálfur ekki gera ráð fyrir, að Bretar og Hollendingar höfði mál hér heima en varnarþingið í málinu er hér heldur mundu þeir leita til EFTA-dómstólsins en niðurstöður hans eru ráðgefandi og óbindandi. Lárus telur, að þær ráðgefandi niðurstöður mundu þjóðirnar tvær nota til þess að beita okkur þrýstingi, sem yrði þá fyrst og fremst pólitískur.
Rétt er að minna á að Bretar fóru í máli við Íslendinga fyrir Alþjóða dómstólnum í Haag vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur 1. september 1972. Þeir unnu málið (Íslendingar héldu ekki uppi vörnum og hundsuðu málsóknina)og svo var ekki meira talað um það. Dómurinn hafði enga þýðingu í þeim átökum og skipti engu máli.
Lárus Blöndal hefur ekki uppi vangaveltur um það, hvers vegna hann telur ólíklegt að Bretar höfði mál fyrir íslenzkum dómstólum og láti nægja að byggja á ráðgefandi niðurstöðum EFTA-dómstólsins. Hins vegar er þetta áreiðanlega rétt mat hjá hæstaréttarlögmanninum og ástæðan er auðvitað sú, að þjóðirnar tvær vilja ekki taka áhættu af að tapa málinu fyrir dómstólum. Hvers vegna vilja þær ekki taka þá áhættu? Vegna þess að með því væru þær að stofna í hættu meiri hagsmunum hins alþjóðlega fjármálakerfis.
Þegar Alþjóða dómstóllinn í Haag dæmdi Íslendingum í óhag í 50 mílna deilunni voru umræður á alþjóðavettvangi um hafrétt á mikilli hraðferð og nokkrum árum seinna voru 200 mílna lögsögur viðurkenndar á alþjóðavísu.
Nú er mjög ör þróun í umræðum um ábyrgð skattgreiðenda á töpum fjármálastofnana í Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Í þeim umræðum er lögð höfuð áherzla á að aldrei aftur megi til þess koma að skattgreiðendur í þessum löndum verði gerðir ábyrgir og látnir sitja uppi með töp banka og annarra fjármálastofnana. Þetta er málflutningur æðstu ráðamanna þessara þjóða.
Í ljósi þessara umræðna eru yfirgnæfandi líkur á að jafnvel þótt ráðgefandi niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði Íslendingum í óhag yrði ekkert gert með þær niðurstöður og þær ekki nothæfar til pólitísks þrýstings af þeirri einföldu ástæðu að alþjóðlegar umræður beinast allar að því að taka undir áþekk sjónarmið og Íslendingar hafa haldið fram í þessu máli frá upphafi. Slík niðurstaða yrði ekki meira virði fyrir þessar þjóðir en dómur Alþjóða dómstólsins í Haag í 50 mílna deilunni.
Það er ráðlegt fyrir fréttamenn RÚV, sem vilja vera vandir að virðingu sinni sem fréttamenn að fara nú yfir fréttir sínar um þetta mál frá því í gær, mánudag og leiðrétta þær. Fréttirnar gáfu ranga mynd af staðreyndum þessa máls.
Kjósendur geta því tekið afstöðu til efnis þessa máls og eru ekki að kjósa um samninginn eða dómstólaleið.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...