Þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti ræðu á 50. ársfundi Seðlabanka Íslands tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave III gekk hann í lið með ríkisstjórninni og flutti hræðsluáróður í því skyni að fá kjósendur til að samþykkja Icesave-lögin. Már sagði meðal annars:
„Ef Icesave-samningnum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Þá
verður þyngra fyrir fæti varðandi erlenda lántöku ríkissjóðs og framgangur áætlunar um afnám gjaldeyrishafta myndi af þeim sökum ganga hægar. Óvissa er hins vegar um hversu sterk og langvinn þessi áhrif yrðu.“
Hinn 16. maí tilkynnti matsfyrirtækið Fitch óbreytt lánshæfismat en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar. Langtímalánshæfið er, eins og í síðasta mati Fitch, BB og BBB en horfurnar, sem þá voru metnar neikvæðar eru nú stöðugar að mati fyrirtækisins. Lánshæfismat skammtímalána er einnig óbreytt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 sem lánhæfismat þeirra fyrir Ísland er jákvæðara en matið á undan.
Feitletrunin er notuð til að vekja athygli á því að þrátt fyrir það sem þar kemur fram segir Már Guðmundsson við RÚV að Fitch segi ekki að það hafi „haft jákvæð áhrif að Icesave-lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Már telur sig einnig hafa stöðu til að segja að lánshæfið hefði „ekki verið staðfest, heldur hækkað, ef [Icesave-]lögin hefðu verið staðfest“.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...