Mánudagurinn 1. mars 2021

Af hverju styður VG einræðisöflin í Arabalöndum?


22. maí 2011 klukkan 10:08

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fordæmir loftárásir Atlantshafsbandalagsins á stöðvar Gaddafís, einræðisherra í Líbýu. Þetta er athyglisvert.

Þessar loftárásir hófust eftir ítrekaðar hjálparbeiðnir uppreisnarmanna gegn einræðisstjórn Gaddafís um hjálp, þegar fyrirsjáanlegt var að Gaddafí mundi beita öflugum her sínum til að murka lífið úr andstæðingum sínum og strádrepa þá. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins voru sum treg til, ekki sízt Bandaríkin, en treystu sér greinilega ekki til þess að sitja aðgerðarlaus hjá og horfa upp á manndrápin.

Þetta var svipuð staða og kom upp á Balkanskaga fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar drap hver annan, fjöldanauðganir stóðu yfir og börn myrt. Evrópuríkin reyndust þess vanmegnug að stilla til friðar. Það tókst ekki fyrr en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða.

Uppreisnin í Líbýu hófst eftir að uppreisnin í Túnis hafði breiðst út til Egyptalands og ráðandi öflum í báðum þeim ríkjum steypt af stóli. Síðan hafa mótmælin breiðst út til Sýrlands og reyndar fleiri landa í þeim heimshluta. Í Sýrlandi er nú talið að búið sé að drepa um 1000 manns í mótmælunum þar.

Samþykkt VG er ekki hægt að skilja á annan veg, en flokkurinn telji rétt að Vesturlönd sitji hjá og horfi á einræðisherrana drepa sitt fólk og alla þá, sem hafa aðra skoðun en þeir sjálfir í Arabalöndunum.

Með því að yfirfæra þessa afstöðu á atburði fyrri tíðar hefðu VG-menn þá væntanlega verið andvígir því að Bretar kæmu Pólverjum til hjálpar við upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og talið eðlilegt að Adolf Hitler hefði frjálsar hendur um að drepa alla þá Pólverja, sem hann gat náð til.

Ætli þetta mál hafa verið rætt alveg í botn á flokksráðsfundi VG?

Ef svo var er ekki hægt að líta á afstöðu Vinstri grænna á annan veg en þann að flokkurinn styðji einræðisöflin í Miðausturlöndum.

Af hverju?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS