Mánudagurinn 1. mars 2021

Eyjan ýtir Össuri nær formannsstólnum eftir að hafa vegið að Jóhönnu


22. maí 2011 klukkan 23:28

Fyrir nokkru var vakin athygli á því hér í pottinum að Eyjan hefði látið framkvæma könnun í þann mund sem Össur Skarphéðinsson hélt í páskaferð til Indlands til að sanna óvinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur.

Eyjan spurði viðhorfshóp sinn: „Ertu ánægð/ur með störf Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra?“ Alls greiddu 1.068 atkvæði.

mbl.is
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðadóttir.

Af þeim sagði 291 já eða um 27 prósent. Nei sögðu 532 eða um helmingur. Aðrir voru ekki vissir eða vildu ekki svara spurningunni.

Á Eyjunni stóð páskadag 24. apríl:

„Ef aðeins eru reiknaðir þeir sem tóku afstöðu eru um 65 prósent óánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra. Um 35 prósent eru ánægð með Jóhönnu.

Rétt er að taka fram að viðhorfskönnun sem þessi stenst ekki kröfur sem félagsvísindin gera til skoðanakannana, en getur verið mjög sterk vísbending ef niðurstaðan er afgerandi.“

Pottverjar sögðu að þessi könnun markaði upphaf þess að Össur mundi láta að sér kveða á þann hátt að menn sæju hann sem arftaka hinar óvinsælu Jóhönnu.

Þetta hefur gengið eftir. Laugardaginn 21. maí birtist langt viðtal við Össur á Eyjunni. Könnuninni um Jóhönnu er fylgt þar eftir. Sunnudaginn 22. maí var hann síðan í Silfri Egils. Eftir heimkomuna frá Indlandi hefur hann verið í Nuuk á Grænlandi þar sem hann hitti Hillary Clinton og viku síðar hitti Össur hana aftur í Washington.

Allt stuðlar þetta að því að styrkja leiðtogaímynd Össurar. Þá segir þessi spurning Björns Inga Hrafnssonar, aðalritstjóra Eyjunnar, sína sögu: Nú rifja það margir upp að flokkurinn hefur aldrei komist í þær hæðir sem þú náðir honum bæði í sveitarstjórnakosningum og til þings. Margir vilja fá þig sem formann aftur. Hvað segirðu við því?

Össur svarar á gamalkunnan hátt:

„Það væri stílbrot fyrir mig að verða formaður aftur. Það hreyfir enga taug. Aftur á móti vakna ég hvern morgun og hlakka til að klára daginn sem utanríkisráðherra. Jóhanna er þar að auki kallinn í brúnni, og einsog margir muna varð amma hennar, verkalýðshetjan Jóhanna Egilsdóttur, 102 ára. Svo forsætisráðherrann á vonandi nokkra góða áratugi eftir í pólitík.“

Hver trúir því að Össur meini það sem hann segir um Jóhönnu og framhald stjórnmálastarfa hennar? Það eru álíka mikil ósannindi og fyrri hluti svars hans. Eyju-viðtalinu lýkur Össur á þessum orðum:

„Í dag er ég fullkomlega sáttur við alla í mínum flokki, tel mér trú um að ég hafi stundum græðandi hönd þegar mest gengur á og hef ekki hug á öðru en vera utanríkisráðherra enn um sinn. Ég segi þó stundum við minn góða ráðgjafa, Kristján Guy Burgess, að nú sé okkur farið að líka við alla í ráðuneytinu og þá sé kominn tími til að draga tjaldhæla sína úr jörðu.“

Hvernig á að ráða í þessar setningar? Í fyrsta lagi að Össur lítur á sig sem samnefnara og „græðandi hönd“ í Samfylkingunni. Hver er betur til formennsku fallinn en slíkur maður? Í öðru lagi er hann farinn að hugsa sér til hreyfings úr utanríkisráðuneytinu. Hvert stefnir sá sem það gerir? Í forsætisráðuneytið.

Skyldi Jóhanna átta sig á því hvað Össur skrifar hér á vegginn með aðstoð Eyjunnar?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS