Ríkisútvarpið flutti þjóðinni þann boðskap Baldurs Þórhallssonar, prófessor í gær (sem skilja mátti að 2500 stjórnmálafræðingar, sem hér eru saman komnir stæðu á bak við) að smáríki þurfi frekar á aðstoð að halda í kreppum en stærri ríki. Orðrétt sagði Baldur í samtali við RÚV:
„Smáríki þurfa einfaldlega frekar á slíkum stuðningi að halda frekar en stóru ríkin, sem geta frekar staðið ein og sér, það eiga smærri ríkin miklu erfiðara með.“
Þessi kenning er að sjálfsögðu ein af röksemdunum fyrir því, að Íslendingar eigi að leita skjóls innan ESB.
Er þetta rétt? Hvað segir reynzlan okkur? Raunar getur verið álitamál og kannski afstætt hvaða ríki teljist vera smáríki. Norðurlöndin eru t.d. hvert um sig smáríki borin saman við hin stærri ríki í heiminum. En ekki fer á milli mála, að Ísland er örríki í þessu samhengi og reyndar í hvaða samanburði sem er.
Undir lok síðustu aldar var Argentína á hvínandi kúpunni. Þar búa um 40 milljónir manna. Á svipuðum tíma átti það sama við um Taíland. Þar búa um 60 milljónir manna. Þessi ríki þurftu á aðstoð að halda. Sovétríkin voru komin að fótum fram undir lok kalda stríðsins. Þau seldu stuðning við sameiningu Þýzkalands fyrir stórfé frá Þjóðverjum! (Sjá 1989-The struggle to create post-cold war Europe, eftir Mary Elise Sarotte)
Í Grikklandi búa að vísu ekki nema 11 milljónir manna en Grikkland er ekkert smáríki í okkar augum. Grikkir þurfa ekki bara á aðstoð að halda. Það er álitamál hvort „stórveldin“ í Evrópu, sem eru náttúrlega smáríki í samanburði við Kína og Indland hafi efni á að bjarga þeim. Það eru vaxandi líkur á því að bæði Spánn og Ítalía, sem eru fjölmenn ríki á evrópskan mækikvarða þurfi á aðstoð að halda.
Þessi fáu dæmi sýna, að á bak við orð Baldurs Þórhallssonar eru engar staðreyndir, enginn veruleiki, bara áróður.
Sjálfstæð ríki, smá eða stór, geta staðið á eigin fótum, haldi þau skynsamlega á málum. Það er hægt að setja þau í óþolandi sjálfheldu með ákvörðunum, sem ekki reynast réttar. Það hafa Grikkland, Portúgal og Írland upplifað með aðild sinni að evrunni. Vegna hennar ráða þau málum sínum ekki sjálf.
Það skiptir engu máli þótt 2500 stjórnmálafræðingar standi á bak við kenningar prófessorsins.
Þær verða ekki réttari fyrir það!
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...