Alþingi auglýsti eftir umsóknum styrki í 27 milljón króna sjóð sem þingið stofnaði til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu um Evrópusambandið“ og forsætisrnefnd alþingis skipaði nefnd til að úthluta þessu fé. Nefndinni bárust umsóknir frá 28 aðilum. Í úhlutunarnefndinni sátu fyrrverandi rektorar íslenskra háskóla, Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, var formaður úthlutunarnefndar.
Evrópuvaktin sótti um styrk úr þessum sjóði og var einn þriggja umsækjenda sem hlaut styrk. Hinir eru Já Ísland og Heimssýn.
Í bréfi sem Evrópuvaktinni barst þegar henni var tilkynnt um styrkinn segir:
„Sótt var um styrki til fjölbreyttra verkefna og gætti úthlutunarnefnd þess sérstaklega við úthlutun styrkja að jafnræðis væri gætt milli ólíkra sjónarmiða til Evrópusambandsins, sbr. 5. gr. reglna um úthlutun styrkja til að stuðla að umræðu og fræðslu um Evrópusambandið.
Við úthlutun styrkja var litið til gæða umsókna og þeirra verkefna sem sótt var um styrk til. Fjöldi umsókna um styrki til verkefna var umtalsvert meiri en unnt var að verða við og margar góðar styrkbeiðnir bárust.“
Evrópuvaktin kynnti tvö verkefni í umsókn sinni:
Frá þessu er skýrt hér því að ýmsir keppinautar Evrópuvaktarinnar í netheimum, þar á meðal Egill Helgason á Eyjunni og nafnlaus höfundur Kaffistofunnar á Pressunni hafa leitast við að gera umsókn Evrópuvaktarinnar eða ákvörðun úthlutunanefndar tortryggilega. Á Pressunni segir meðal annars 2. september:
„Hvað halda lesendur að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu myndu segja ef fjölmiðill myndi þiggja fé frá sambandinu til að auka umfjöllun um það og kynna ESB fyrir Íslendingum?
Nokkur orð sem myndu pottþétt skjóta upp kollinum: Leigupennar, landráð, keyptur áróður, landsölumenn, inngrip í íslensk innanríkismál.
Og svo framvegis.
Þess vegna skal þeim félögum Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, og Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi ritstjóra, sem saman gefa út vefsíðuna Evrópuvaktina, óskað alveg sérstaklega til hamingju með að hafa í dag fengið úthlutað mörgum milljónum króna til að standa að fræðslu og umræðu um sambandið hér á landi.
Ekki aðeins höfðu þeir félagar smekk fyrir því að sækja um, heldur munu þeir alveg örugglega þiggja þennan styrk með þökkum.
Hræsni?“
Aðstandendum Evrópuvaktarinnar er heiður að þiggja þennan styrk frá alþingi. Þeim er ekki kunnugt um að alþingi hafi sótt um fé til Evrópusambandsins til að mynda þann 27 milljón króna sjóð sem það ákvað að nýta til að efla umræður um málefni Evrópusambandsins hér á landi. Viðbrögð þeirra Egils Helgasonar á Eyjunni og Kaffistofunnar á Pressunni, sami eigandi er að báðum netmiðlunum, eru dæmigerð fyrir vanþroskaðar umræðurnar um ESB.
Rétt er að minna á að Evrópusambandið hefur ákveðið að verja 230 milljónum króna til að kynna málstað sinn hér á landi næstu tvö árin, það er varið verður að meðaltali 9 milljónum króna á mánuði í þetta kynningar- og áróðursstarf. Þessari upplýsingaherferð er stjórnað frá Berlín en hér á landi kemur almannatengslafyrirtækið Athygli að henni. Þegar af stað var farið sagði forstjóri þess að ekki væri um áróður að ræða, hann væri stundaður af sendiráði Evrópusambandsins á Íslandi. Þau ummæli eru álíka klaufaleg og misheppnuð árás á Evrópuvaktina fyrir að þiggja fé frá Evrópusambandinu þegar um styrk frá alþingi er að ræða sem heimild er fyrir á fjárlögum íslenska ríkisins.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...