Föstudagurinn 28. febrúar 2020

Enn hleypur Fréttablađiđ á sig í Icesave-málinu - flytur ranga forsíđufrétt


22. september 2011 klukkan 14:28

Fylgifiskur Icesave-málsins hefur frá upphafi veriđ illa ígrunduđ upplýsingamiđlun, hrćđsluáróđur og getsakir. Fréttablađiđ hélt ţví áfram fimmtudaginn 22. september ađ halda ađ lesendum sínum í ósannindum um máliđ. Í stórfrétt á forsíđu eftir Kolbein Ó. Proppé (KÓP) segir ađ ESA, eftirlitsstofnun EFTA, muni „ekki bíđa eftir uppgjöri ţrotabús Landsbankans heldur fara međ Icesave-máliđ fyrir EFTA-dómstólinn.“

Oda Helene Sletnes

Í tilefni af forsíđufrétt Fréttablađsins sendi Oda Helen Sletnes, forseti ESA, frá sér yfirlýsingu 22. september ţar sem segir, ađ ESA hafi ekki ákveđiđ neitt um hvort Icesave-málinu verđi vísađ til EFTA-dómstólsins. ESA bíđi eftir svari íslenskra stjórnvalda viđ rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní 2011. Frestur til ađ skila svarinu sé til loka ţessa mánađar og ađ lokinni gaumgćfilegri skođun á ţví taki ESA ákvörđun um nćsta skref.

KÓP sagđi ekki hver hefđi veitt Fréttablađinu upplýsingar um ţau áform ESA sem lýst er í forsíđufrétt blađsins. Hann sagđi hins vegar ađ Trygve Mellvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, vildi ekki tjá sig um málsmeđferđina viđ Fréttablađiđ.

KÓP segir frá ţví ađ Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, hafi sagt ađ endurheimtur úr búi Landsbanka Íslands hafi efnisleg áhrif í Icesave-málinu. KÓP fullyrđir hins vegar ađ ESA líti „ekki ţannig á máliđ“. Stofnunin telji „ađ íslensk stjórnvöld beri ábyrgđ á greiđslu lágmarkstryggingar, rúmlega 20 ţúsund evra á hvern innstćđueiganda. Íslensk stjórnvöld hafi lýst ţví yfir ađ fé fáist upp í lágmarkstryggingarnar og ţeirra sé ađ greiđa ţađ fé. Ţegar ţađ verđi gert verđi falliđ frá dómsmálinu“.

KÓP vitnar í Lárus Blöndal, hrl., sem sat í samninganefndinni viđ Icesave og mćlti međ samningunum sem hafnađ var í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Lárus segir ađ verđi „ skođun ESA stađfest, um ađ Íslendingum hafi boriđ ađ tryggja lágmarksinnstćđur á Icesave-reikningum, muni Bretar og Hollendingar vćntanlega krefjast vaxta á ţá fjárhćđ sem ţeir greiddu út á árinu 2008, eins og ţeir hafi gert til ţessa. Upphaflegu Icesave-samningarnir gerđu ráđ fyrir 5,55 prósenta vöxtum, en síđari samningar 2,57 prósenta vöxtum“

KÓP lćtur ţess ţó getiđ ađ Lárus taki fram „ađ um vangaveltur um óorđna hluti sé ađ rćđa.

Augljóst er ađ fyrir Fréttablađinu vakir ađ halda áfram hrćđsluskrifum um Icesave. Vafalaust er tilgangurinn sá ađ réttlćta afstöđu blađsins á sínum tíma ađ Íslendingum vćri fyrir bestu ađ samţykkja Icesave-lögin og ţar međ Icesave-samningana. KÓP hefur tekiđ sér fyrir hendur ađ vinna ađ ţví ađ koma ţessari skođun ađ hjá lesendum Fréttablađsins.

Ţá kann Fréttablađiđ ađ hafa reiknađ međ ţví ađ tónninn í viđbrögđum frá ESA yrđi sá sami og međan Per Sönderud gegndi ţar forstjórastöđu. Hann hafđi horn í síđu Íslendinga, einkum í Icesave-málinu, og setti sig aldrei úr fćri til ađ hafa í heitingum viđ Íslendinga vegna ţess. Nú er hins vegar nýr ESA-forstjóri komin til sögunnar sem segir ađ máliđ verđi skođađ gaumgćfilega. KÓP á Fréttablađinu hefđi betur gert ţađ og komist ţannig hjá ţví ađ hlaupa alvarlega á sig međ ţessari illa unnu forsíđufrétt.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS