Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, lagði 2. nóvember 2011 eftirfarandi spurningar fyrir Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra: „Hvaða breytingar þarf að gera varðandi hagtölur og Hagstofu Íslands og Hagþjónustu landbúnaðarins svo að aðildarviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarkaflann geti farið fram? Hvaða breytingar þarf að gera varðandi hagtölur og Hagstofu Íslands vegna aðildarviðræðna um aðra kafla?“
Mánudaginn 5. desember las forseti alþingis bréf í upphafi þingfundar þar semefnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá því að ekki væri unnt að svara þeirri fyrirspurn innan tiltekins tíma vegna þess að enn væri verið að afla gagna.
Ragnheiður Elín gerði athugasemd við þessi viðbrögð efnahags- og viðskiptaráðherra á þingfundi þriðjudaginn 6. desember, enda allir frestir ráðherrans til að svara fyrir löngu liðnir. Í ræðu sagði Ragnheiður Elín:
„Nú standa yfir viðræður við Evrópusambandið eins og flestum er kunnugt og verið er að vinna í því að móta samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum, m.a. um 18. kafla sem varðar einmitt Hagstofu Íslands. Á fundi utanríkismálanefndar áðan ræddum við þá samningsafstöðu sem við erum bundin trúnaði um þar til að lokinni ríkjaráðstefnu ESB í mars næstkomandi. Ég leyfi mér að fullyrða eftir þann fund, sem ég get eðlilega ekki fjallað efnislega um þar sem við erum bundin trúnaði, að þau gögn sem hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra þarf á að halda til að svara fyrirspurn minni liggja nú þegar fyrir. Ég leyfi mér að fullyrða það.
Þess vegna er spurning mín til hæstv. forseta þessi: Verður fyrirspurn minni ekki svarað fyrr en í mars þegar trúnaði verður aflétt eða getur hæstv. forseti beitt sér fyrir því að fyrirspurninni verði svarað fyrr vegna þess að það er algerlega óásættanlegt ef rétt reynist að fyrirspurnir frá þingmönnum séu lagðar til hliðar á meðan samningsafstaða er mótuð. Ég get ekki fullyrt um það en það lítur þannig út, frú forseti, og ég bið frú forseta í allri vinsemd um að ganga í það mál.“
Þegar þetta mál er íhugað stangast það alfarið á við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um gegnsæi og virka upplýsingamiðlun til almennings að þingmenn fái ekki svör við spurningum af því tagi sem hér er um að ræða. Að efnahags- og viðskiptaráðherra hafi ekki efnivið í svör við spurningum þingmannsins er fyrirsláttur í þágu leyndarhyggjunnar sem utanríkisráðherra vill að ríki um samskiptin við ESB.
Hitt er ekki síður undarlegt að trúnaðarbönd séu sett á þingmenn vegna samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu um mál af þessum toga eða nokkur önnur málefni. Hvaða rök eru fyrir því? Íslendingum ber að leggja fram gögn sem falla að kröfum ESB um aðlögun en ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til feluleiks um þau mál þar sem krafist er aðlögunar. Hagsýslugerð er einn þessara þátta.
Að stjórnarandstaðan láti binda hendur sínar í þessu máli fram yfir fund leiðtogaráðs ESB í mars er fráleitt. Af kröfunni um það má ráða að fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB sé þegar kunnugt um afstöðu Íslands og það verði látið á það reyna í leiðtogaráðinu hvort það samþykki að „opna kafla“ um mál á þessu sviði þrátt fyrir afstöðu Íslands. Hvers vegna mega Íslendingar ekki vita hver þessi afstaða er? Hvaða hag hefur utanríkisráðuneytið af því að krefjast leyndar yfir málinu innan lands? Er komið til móts við kröfur ESB með því?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...