Miđvikudagurinn 28. september 2022

Stríđ magnast milli Jóhönnu og Steingríms J. - bjargar ţađ Jóni Bjarnasyni frá brottrekstri?


8. desember 2011 klukkan 22:35

Ţegar Jóhanna Sigurđardóttir varđ forsćtisráđherra kastađi hún efnahagsmálum frá embćttinu og tók jafnréttismál í stađinn. Nú er komiđ í ljós ađ launamisrétti karla og kvenna hefur aukist frá ţví ađ Jóhanna tók málaflokkinn ađ sér sem forsćtisráđherra.

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.

Ţeirri sögu var komiđ á kreik á dögunum ađ Árna Páli Árnasyni yrđi sparkađ úr embćtti efnahags- og viđskiptaráđherra og ráđuneytiđ yrđi fćrt inn í fjármálaráđuneytiđ. Nú bendir allt til ţess ađ sagan eigi upptök hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráđherra og tilgangurinn hafi veriđ ađ auđvelda honum ađ ýta Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, úr ríkisstjórn. Jóhönnu er kappsmál ađ losna viđ Jón.

Síđan kom í ljós ađ fiskur lá undir steini hjá Steingrími J. Hann ćtlađi ađ sölsa undir sig embćtti Árna Páls, sameina efnahags- og fjármálaráđuneytin.

Hinn 7. desember brá hins vegar svo viđ ađ Jóhanna lýsti andstöđu viđ hugmynd Steingríms J. um nýja ráđuneytiđ hans. Hún sagđi í rćđu á alţingi :

„Ég hef ekki séđ nein rök fyrir ţví ađ sameina hér efnahagsráđuneytiđ og fjármálaráđuneytiđ. Ég ţarf ţá ađ fá mjög sterk fagleg rök fyrir ţví ef einhverjar breytingar eiga ţar ađ vera uppá borđinu og ítreka aftur ţađ hafa ekki veriđ teknar neinar ákvarđanir hvorki fyrr né nú um ţađ. “

Af ţessum orđum draga fréttamenn ţá ályktun ađ engin ráđherraskipti séu á döfinni. Sé sú niđurstađa rétt er ljóst ađ Jóhanna hefur ekki burđi til ađ losna viđ Jón Bjarnason af ţví ađ hún getur ekki bođiđ Steingrími J. nógu stóran bita í stađ hans.

Jóhanna ögrađi vinstri grćnum sunnudaginn 27. nóvember ţegar hún rauk í útvarpsfréttir međ árásirnar á Jón Bjarnason. Hún ţurfti ađ fá útrás fyrir reiđi sína í garđ Ögmundar Jónassonar fyrir ađ leyfa ekki Huang Nubo ađ eignast Grímsstađi á Fjöllum.

Ögmundur sagđi opinberlega frá niđurstöđu sinni í máli Huangs eftir ríkisstjórarfund 25. nóvember. Ţá ţóttist Jóhanna ekkert hafa vitađ um ákvörđun Ögmundar fyrr en hann sagđi frá henni í ríkisstjórn. Ađ Jóhanna hafi ekki veriđ međ puttana í Huang-málinu og Steingrímur J. líka áđur en Ögmundur lauk afgreiđslu ţess er ólíklegt í ljósi eftirleiksins ţar sem samfylkingarmenn nota hverja valdastöđu sem ţeir hafa til ađ reka erindi Kínverjans.

Ögmundur hafđi einfaldlega kröfur Jóhönnu í ţágu Huangs ađ engu. Jóhanna vissi ađ hún kćmist ekki upp međ ađ reka Ögmund vegna málsins. Ţá ákvađ hún ađ ráđast á garđ VG ţar sem hann er lćgstur, Steingrímur J, spilađi međ gegn Jóni en setti ađ lokum upp svo hátt verđ fyrir sjálfan sig ađ Jóhanna gat ekki borgađ ţađ.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS