Bretland og Ísland eru bæði aðilar að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Bæði ríkin greiða peninga til AGS skv. ákveðnum reglum. Á fundi pólitískra forystumanna helztu efnahagsvelda heims og viðskiptajöfra í Davos fyrir skömmu veifaði Christine Lagarde, forstjóri AGS handtösku sinni og sagðist vera að safna peningum í hana. Peningana ætlar hún að mestu að nota til að hjálpa evruríkjunum.
Miðað við þessar fréttir verður að ætla, að nú sé komið að Íslandi að leggja fram aukið fé til AGS en ekki bara að taka við peningum þaðan.
Innan Íhaldsflokksins í Bretlandi eru áhrifamenn þar í uppreisn gegn auknu framlagi til AGS og neita að samþykkja það, þar sem nota eigi peningana til að bjarga evruríkjunum.
Nú er spurningin þessu: Hvað er ætlast til að Ísland leggi fram mikið fé til að bjarga evrurríkjunum og hafa stjórnarflokkarnir tekið afstöðu til þeirrar beiðni?
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...