Sunnudagurinn 26. janúar 2020

Ólafur Ragnar kvartar undan RÚV - ekki minnst á máliđ í fréttum RÚV - gagnrýnir RÚV á nýrri fésbókarsíđu sinni


13. maí 2012 klukkan 13:31
Ólafur Ragnar Grímsson, emírinn af Qatar og Össur Skarphéðinsson.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti vonbrigđum međ framgöngu fjölmiđla vegna forsetakosninganna í útvarpsţćttinum Sprengisandi ađ morgni sunnudags 13. maí. Ađ sögn mbl.is sagđi hann „ýmsa fjölmiđla hafa unniđ markvisst gegn sér og nefndi dćmi um ađ ţeir hefđu lagt sig í líma viđ ađ rifja upp neikvćđ skrif um hann og lofađ ađra frambjóđendur. Hann nefndi ríkissjónvarpiđ sérstaklega í ţessu sambandi og sagđi fréttastofuna ţar hafa misnotađ stöđu sína til ađ styđja frambođ Ţóru Arnórsdóttur.

Hann nefndi dćmi um fréttaflutning sambýlismanns Ţóru, Svavars Halldórssonar fréttamanns, af skođanakönnun samtakanna Betri kostur á Bessastađi, en ţau samtök styđja frambođ Ţóru.

„Fréttin var sérhönnuđ til ađ sá efasemdum í minn garđ, ţetta fékk hann ađ gera á sama tíma og ţau (Svavar og Ţóra) höfđu samţykkt ađ fylgi hennar hefđi veriđ mćlt,“ sagđi Ólafur Ragnar. „Hann (Svavar) var međ fleiri fréttir til ađ sá tortryggni í minn garđ eftir ađ hún hafđi lýst yfir áhuga á frambođi. Ţetta finnst mér endurspegla ákveđna blindu í fjölmiđlum,“ sagđi Ólafur Ragnar ađ sögn mbl.is.

Ţeir sem muna hvernig Ólafur Ragnar sneri fréttamönnum RÚV og annarra útvarpsstöđva um fingur sér ţegar hann tók virkan ţátt í flokksstjórnmálum fyrir tveimur áratugum geta ekki annađ en vakiđ athygli á ţessum kvörtunum hans nú. Fáum er betur ljóst en honum ađ miklu skiptir ađ njóta velvildar hjá fjölmiđlamönnum.

Kvörtun Ólafs Ragnars skýrir hinar óvenjulegu opinberu áminningar Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Óđins Jónssonar fréttastjóra til starfsmanna RÚV um ađ fara varlega viđ flutning frétta af forsetakosningabaráttunni. Fréttastofa RÚV tók ţetta svo bókstaflega sunnudaginn 13. maí ađ hún minntist ekki einu orđi á kvörtun Ólafs Ragnars í hádegisfréttum sínum ţótt allir netmiđlar vitnuđu til ađfinnslu hans í garđ RÚV.

Hitt er síđan annađ mál ađ Ólafur Ragnar getur ekki međ nokkrum skynsamlegum rökum fundiđ ađ ţví ţótt menn rifji upp forsetaverk hans og dađur viđ útrásarvíkingana á sínum tíma. Ţess verđur jafnan minnst ţegar sú saga öll er sögđ enda ritađi Guđjón Friđriksson mörg hundruđ blađsíđna bók um ţennan kafla í forsetatíđ Ólafs Ragnars međ samţykki hans og stuđningi bankanna sem urđu gjaldţrota í október 2008.

ps. Ólafur Ragnar opnađi síđu á fésbókinni sunnudaginn 13. maí og hélt ţar áfram ađ gagnrýna RÚV. Hann sagđi:

„Sé ađ loknum málefnalegum og hressilegum samrćđum viđ Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi ađ Ríkissjónvarpiđ hefur vaknađ upp viđ vondan draum og flýtti sér ađ setja inn á Kosningavefinn felufréttina sem Svavar setti í loftiđ ţegar veriđ var ađ mćla vinsćldir Ţóru. Hún var ţar ekki í morgun, en međan viđ Sigurjón vorum ađ tala saman, flýttu ţeir sér ađ setja hana inn!“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS