Augljóst er að engar tímaáætlanir sem íslenskir stjórnmálamenn hlynntir ESB-aðild nefna standast. Baldur Þórhallsson, prófessor og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði fyrir kosningar 2009 að yrði sótt um aðild að ESB þá um sumarið yrði unnt að greiða þjóðaratkvæði um niðurstöðuna um mitt ár 2010. Árni Páll Árnason, frambjóðandi Samfylkingarinnar, taldi að vísu að þetta mundi dragast fram í mars 2011.
Íslenskir embættismenn sem vinna að því í umboði Samfylkingarinnar að koma Íslandi í ESB hafa einnig gefið yfirlýsingar um tímasetningar. Hinn 25. febrúar 2012, eftir að Danir höfðu tekið við formennsku í ráðherraráði ESB, birtist þessi frétt hér á Evrópuvaktinni:
„Ísland er ekki á hraðleið inn í ESB heldur á sanngjarnri leið“, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, í samtali við Georgi Gotev, ritstjóra vefsíðunnar EurActiv, sem birtist á síðunni föstudaginn 24. febrúar. Þórir segist vænta þess að allir samningskaflar í viðræðum fulltrúa ESB og Íslands verði opnaðir fyrir lok júní.„
Hér vísar sendiherrann til þess sem hann telur sanngjarna leið Íslands inn í ESB, að allir samningskaflarnir 33 verði opnaðir fyrir lok júní 2012. Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, var hér á dögunum. Hann taldi líklegt að opna mætti þrjá kafla á ríkjaráðstefnu hinn 22. júní til viðbótar þeim 15 sem þegar hafa verið opnaðir, það er að alls verði 18 kaflar opnaðir af 33 þegar Danir skila af sér formennsku innan ESB í lok júní 2012.
Hið einkennilega er að utanríkisráðherra og embættismenn hans láta eins og ekkert sé eðlilegra en ekkert af því standist sem þeir láta sér um munn fara og snertir opnun og lokun samningskafla. Ef það er ekki einu sinni unnt að treysta mati hinna sérfróðu fulltrúa Íslands á þessu má þá teysta öðru sem þeir segja um samskiptin við ESB? Til dæmis væntanlegar sérlausnir?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...