Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Um „ævintýralegar samsæriskenningar“ fræðimanna og fjármála­eftirlitið


24. ágúst 2012 klukkan 09:41

Á dögunum skýrði Fréttablaðið frá því að ríkissaksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að útvega sér gögn um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, sem síðan hafi verið komið til DV. Bankastarfsmaðurinn er líka ákærður.

Ólafur Þ. Stephensen

Ólafiur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar 22. ágúst leiðara í tilefni af frétt blaðsins og minnir á að við uppsögn Gunnars hjá fjármálaeftirlitinu í febrúar 2012 hafi verið settar fram „ævintýralegar samsæriskenningar“ um ástæður uppsagnarinnar. Ólafur Þ. segir:

„Bröttust var líklega “greining„ Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, og Roberts Wade, prófessors við London School of Economics. Þau skrifuðu grein á ensku í Le Monde Diplomatique, þar sem því var haldið fram að stjórn FME hefði verið í “herferð„ gegn Gunnari og sú “augljósa ástæða„ tilgreind að meira en hundrað fjármálamenn og stjórnmálamenn, sem hefðu orðið ævintýralega ríkir í uppsveiflunni en væru nú í rannsókn hjá sérstökum saksóknara, væru Gunnari og FME reiðir og vonuðust til að það myndi grafa undan málatilbúnaði saksóknarans að kasta rýrð á Gunnar. Í greininni gleymdist reyndar að útskýra af hverju stjórn FME, sem fram að því hafði sent tugi mála gegn fjármálamönnum til saksóknara, hefði átt að ganga erinda þeirra.

Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ, átti líka ágætan sprett þegar hann birti á bloggi sínu bréf til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, en þar sagðist hann viss um að yrði ákvörðun stjórnar FME leyft að standa, myndi hún grafa undan orðspori Íslands erlendis og jafnframt trausti heima fyrir af því að hún gæfi til kynna að „ríkisstjórnin, eða hluti hennar, sé enn í einni sæng með bankamönnunum“. Hann sagðist vona að efnahagsmálaráðherrann ræki stjórnina og endurréði Gunnar.“

Það er full ástæða til að minna á málflutning þessara háskólamanna á þann veg sem ritstjóri Fréttablaðsins gerir. Þetta ágæta fólk er gjarnan kallað til að gefa álit á mönnum og málefnum sem hlutlausir fræðimenn þótt augljóst sé að undir merkjum fræðastofnana er ekki stundað annað en ómerkilegur áróður um menn og málefni. Leiðara sínum lýkur Ólafur Þ. Stephensen á þessum réttmætu spurningum:

„Af hverju nota þessir ágætu fræðimenn nú ekki allt vitið í kollinum á sér til að rökstyðja að ríkissaksóknari sé líka handbendi bankamannanna? Eða getur verið að þau hafi tekið skakkan pól í hæðina og að í raun hafi trúverðugleika FME [fjármálaeftirlitsins] verið bjargað í febrúar?“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS