Föstudagurinn 5. mars 2021

Þorgerður Katrín berst gegn teboðshreyfingu á Íslandi - ekki minnst lengur á ESB-mál


9. september 2012 klukkan 22:36

„Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins,“ segir á visir.is sunnudaginn 9. september í frétt um viðtal Magnúsar Halldórssonar við Þorgerði Katrínu í þættinum Klinkinu á Stöð 2.

Þetta er haft orðrétt eftir henni á visir.is:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

„Síðan má það ekki gerast að einhverjir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins telji það vera sitt helsta verkefni, ásamt einhverjum framsóknarmönnum, að skapa hér einhverja teboðshreyfingu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands. Hans mesti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið þessi víða skírskotun til landsmanna.“

Þingmaðurinn skýrir ekki við hverja hún á með hinum tilvitnuðu orðum og þá er óvíst að almennt átti menn sig hér á landi við hvað er átt með „teboðshreyfingunni“ en orðið skírskotar til stjórnmálahreyfingar í Bandaríkjunum sem mátti sín nokkurs fyrir fáeinum árum og hafði áhrif á val manna á þing í prófkjörum, einkum innan repúblíkanaflokksins.

Þingmenn og aðrir hér á landi búa sig undir prófkjör fyrir þingkosningarnar næsta vor. Þorgerður Katrín telur sig greinilega standa frammi fyrir einhverjum innan Sjálfstæðisflokksins sem skipa sér til hægri við hana án þess að hún nafngreini þá. Teboðshreyfingin er í raun sér-bandarískt fyrirbæri sem sækir nafn sitt til atburða í Boston á mótunarárum Bandaríkjanna. Enginn jarðvegur er fyrir slíka hreyfingu hér á landi og með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn breytist í hana hvað þá heldur Framsóknarflokkurinn.

Hið athyglisverða við þessa frásögn af viðtalinu við Þorgerði Katrínu er að hún vill nú berjast við teboðshreyfingu til að skapa sér stöðu innan Sjálfstæðisflokksins en ekki berjast gegn stefnu flokksins í ESB-málum. Þar hefur hún skipað sér stöðu til þessa sem málsvari ESB-aðildarsinna innan flokksins. Þorgerður Katrín áttar sig að sjálfsögðu á því að enginn aflar sér vinsælda með kjósenda í Sjálfstæðisflokknum með því að berjast fyrir ESB. Nú er spurning hverju barátta gegn ímyndaðri teboðshreyfingu skilar.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS