Hafi einhver þingmaður tileinkað sér talsmáta öfgamanns í sölum alþingis er það Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann stendur varla upp í þingsalnum án þess að úthúða samþingmönnum sínum og tala niður störf þeirra. Setur hann sjálfan sig á háan hest og þykist yfir aðra hafinn þótt síst af öllu hafi hann burði til þess.
Verst er honum við Sjálfstæðisflokkinn eins og fram kemur á fésbókarsíðu hans mánudaginn 10. september þar sem hann segir meðal annars:
„Sjálfstæðisflokkurinn er hægriöfgaflokkur, hann hefur séns á að breytast á næsta landsfundi og í komandi prófkjörum og gerir það vonandi [...] Það er nefnilega þörf fyrir almennilegan og heiðarlegan flokk sem aðhyllist borgaraleg gildi hér á landi eins og í öðrum löndum, en sá Sjálfstæðisflokkur sem við höfum haft undanfarin tuttugu ár er ekki slíkur flokkur.“
Í stað þess að vega án nokkurra raka að Sjálfstæðisflokknum ætti Þór Saari að upplýsa lesendur fésbókarsíðu sinnar um fyrir hvað hann og Hreyfingin standa. Veit nokkur hvernig Þór og félagar hans að haga framboði sínu til þings vorið 2013? Líklegast er, verði þau á annað borð í framboði, verði það enn undir nýju nafni og númeri til að erfiðara en ella sé að kalla þau til ábyrgðar.
Annars eru yfirlætisfullar skammir Þórs á fésbókarsíðunni í garð Sjálfstæðisflokksins gott dæmi um málflutning hans. Þór þykist ekki aðeins geta sagt mönnum til syndanna heldur kunni hann að líta þá öðrum augum að uppfylltum einhverjum gæðastaðli sem hann þykist hafa í hendi sér.
Sérkennilegt er að fylgi manns sem býr yfir slíkum vísdómi skuli falla jafnt og þétt meðal almennings.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...