Hver ætli hann sé ráðgjafi íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem lítur svo mjög upp til Breta, eins og hann sagði ónafngreindur í samtali við Financial Times í gær og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni?
Hver ætli hann sé þessi „government adviser“, sem segir við blaðamann FT:„...We have always looked up to the British“?
Er það rétt? Höfum við alltaf litið upp til Breta?
Er það vegna Icesave?
Er það vegna hryðjuverkalaganna, sem Bretar settu á okkur haustið 2008?
Kannski hefur ráðgjafinn ekki verið fæddur veturinn 1976, þegar brezk herskip voru að djöflast á íslenzkum fiskimiðum?
Telja má víst að hann hafi ekki verið fæddur, þegar landhelgisdeilan stóð yfir 1972-1973, þegar sömu herskip hömuðust við að sigla á íslenzk varðskip á fiskimiðunum við Ísland og stofnuðu lífi íslenzkra sjómanna í stórhættu.
Ætli ráðgjafinn hafi heyrt af framferði brezkra herskipa hér við land eftir útfærsluna í 12 mílur?
Ætli ráðgjafinn hafi heyrt af löndunarbanninu á íslenzkan fisk í brezkum höfnum eftir útfærslu í 4 mílur?
Það er til of mikils mælst að hann hafi frétt af umræðum í Bretlandi nokkrum árum eftir stríð um að banna landanir Íslendinga í brezkum höfnum vegna þess að með því væru viðskipti tekin frá brezkum fiskimönnum. Nokkrum árum áður höfðu íslenzkir sjómenn hætt lífi sínu með því að sigla til Bretlands með fisk í gegnum kafbátagirðingar Þjóðverja.
Það er vissulega margt, sem gerir það,að verkum, að við Íslendingar hljótum alltaf að hafa „litið upp til Breta“ - eða hvað?
Að ekki sé talað um svon smámuni eins og nýlendukúgun þeirra um allan heim. eða 800 ára kúgun þeirra á Írum.
Það er viðhorf af því tagi, sem lýsir sér í þessum orðum „government adviser“ íslenzku ríkisstjórnarinnar í FT, sem leiddi til þess að samningarnir um Icesave voru gerðir.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...