Frábær grein Bjarna Harðarsonar, fyrrum alþingismanns, í Morgunblaðinu í gær, laugardag, er vísbending um að í burðarliðnum geti verið nýtt framboð „þjóðlegra vinstri manna“. Bjarni segir:
„Með verkum sínum hefur ríkisstjórnin hleypt inn í landið nútímainnrásarher möppudýra. Vinstrihreyfingin-grænt framboð, sem áður var ankeri baráttunnar gegn ESB er í þessu máli orðið að umskiptingi. Einu stjórnmálaflokkarnir, sem hafa ESB-andstöðu að baráttumáli eru vel hægra megin við miðju. Þrátt fyrir að framboð til komandi kosninga séu mörg er ljóst að það eru fáir valkostir þjóðlegra vinstrimanna, sem hafna ásælni og heimvaldastefnu, hvort sem hún kemur frá NATÓ eða ESB.
Vinur minn, Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Djúpi skrifaði nýlega grein á Smuguna og í Morgunblaðið sem var herhvöt til Jóns Bjarnasonar og allra þeirra, sem áður tilheyrðu villikattadeild VG. Jóhanna Sigurðardóttir, nafngjafi villikattadeildar, kvartaði mjög undan því að erfitt væri að smala köttum og vel þekkt er að skepna sú fer sínar eigin leiðir. Vel má samt vera að Djúpbóndanum takist með hvatningu sinni að kveðja saman söfnuð þjóðlegra vinstrimanna og er þá vel.“
Grein Bjarna í heild er þess eðlis, að hana ættu sem flestir að lesa en sú hugsun, sem hún byggir á, þ.e. að vinstri sinnaðir kjósendur, sem eru andvígir aðild að ESB eigi að loknum landsfundi VG í raun engan valkost er rétt.
Það hefur skapast pólitískt tómarúm á vinstri vængnum, sem opnar tækifæri fyrir „þjóðlega vinstri menn“ til að láta að sér kveða.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...