Spunakall vinstri-grænna (VG), Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, er tekinn til við að spinna um stjórnarskrármálið þegar það er dautt á þingi. Málið hefur verið á döfinni í fjögur ár, varið hefur verið til þess hundruð milljónum króna og allir helstu spekingar stjórnarliða og ráðgjafar þeirra hafa komið að málinu. Tímaskynið fauk að vísu út í veður og vind einhvers staðar á leiðinni.
Nú er 3. mars, þingi á að ljúka 15. mars. Forseti alþingis hafnar ósk um að veita stjórnarskrármálinu forgang. Formaður Samfylkingarinnar segir málið ekki nógu þroskað til að hljóta afgreiðslu fyrir þinglok. Kannski megi álykta um framhald þess á næsta þingi.
Þá gengur spunakall VG sem berst um sæti á framboðslista við Björn Val Gíslason, nýkjörinn varaformann VG, fram fyrir skjöldu og segir á vefsíðu sinni:
„ Vitaskuld er hægt að ljúka stjórnarskrármálinu ef vilji er fyrir hendi. [...] En skorti vilja til að ljúka því, er hinum viljalitlu í lofa lagið að stöðva framgang nýrrar stjórnarskrár. [...] Því sýnist tilefni til að ætla að Vinstri græn, Samfylking, Framsókn, Hreyfingin og Björt framtíð geti sameinast um lyktir stjórnarskrármálsins á þessu þingi og tryggt framhald þeirrar vinnu á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn getur þá valið áhrifaleysið og ekki sýti ég það.“
Fréttastofa ríkisútvarpsins gerir spunann að aðalfrétt. Ekkert bendir til að efnisleg samstaða náist á milli þeirra fjögurra flokka sem Árni Þór nefnir. Hann gefur sér einnig að þingi sem á að ljúka 15. mars verði skipað að sitja viku lengur til að glíma við stjórnarskrármálið.
Fjögur ár undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa ekki dugað til að ljúka stjórnarskrármálinu. Tekst Árna Þór Sigurðssyni að ljúka því með samkomulagi fjögurra flokka á fjórum dögum?
Ef marka má Árna Þór er áhrifaleysi Sjálfstæðisflokksins helsti áhrifavaldur spuna hans. Undrar nokkurn þótt fylgi VG mælist um 7%?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...