Karl Th. Birgisson var um tíma framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hann óttast nú um framtíð flokksins í pistli á vefsíðunni Eyjunni. Hann segist reiður Árna Páli Árnasyni, nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar, fyrir „þráhyggjukennda hreinskilni“ hans. Hún hafi birst í orðum hans um að ekki tækist að ljúka „heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“ fyrir kosningar.
„Hvaðan kom manninum þörf til að skríða upp úr skotgröfunum og æða út í kúlnahríðina sem vitað var að hæfist samstundis?“ spyr Karl Th. og einnig: „Þarf maður að vera prestssonur til að vera haldinn svona alvarlegri píslarvættissjálfseyðingarhvöt?“
Þá segir Karl Th.:
„Ef ég ætti ráð handa Árna Páli væri það að gleyma þessu um að sannleikurinn sé sagna beztur. Það er nothæft á milli kosninga, en hreint gereyðingarvopn á kosningavori.
Formaðurinn ætti að fara í plötusafnið sitt og finna lagið góða, „Lærðu að ljúga“ með Nýjum dönskum.
Þar eru fínar leiðbeiningar og ekki flóknar. Okkur myndi öllum líða svo miklu betur á eftir.
Eins og dæmin sanna.“
Það lýsir ástandinu innan Samfylkingarinnar að besta leiðin fyrir formanninn skuli talin að hann segi ekki satt og rétt frá málum. Það standi honum helst fyrir þrifum að segja ekki ósatt.
Á hvaða leið er stjórnmálaflokkur þar sem áhrifamenn um taktík og kosningaspuna mæla opinberlega með að flokksformaðurinn ljúgi að eigin flokksmönnum og kjósendum?
Eitt er víst að það er ekki stjórnmálaflokkur þar sem orð skulu standa.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...