Föstudagurinn 5. mars 2021

Ummæli verkalýðsleiðtoga gefa ekki tilefni til bjartsýni-ættu að skoða þrjú söguleg dæmi


20. ágúst 2013 klukkan 09:22
rikiskassinn.is

Ummæli forystumanna þriggja launþegasamtaka í Morgunblaðinu í dag um þá kjarasamninga, sem framundan eru gefa ekki tilefni til bjartsýni. Hilmar Harðarsson, formaður Samiðnar segir:

„Það gefur augaleið að ef kaupmáttur á að aukast þurfum við að vera með launahækkanir sem eru umfram verðbólgu.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir:

„Auðvitað þurfum við að horfa til þess að laun fylgi að minnsta kosti verðlagsþróun. Við viljum sjá kaupmáttaraukningu og þá þurfa laun að hækka umfram verðbólgu.“

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir:

„Launahækkanir...verða að minnsta kosti að halda í við verðbólgu...Þolinmæði okkar félagsmanna er brostin.“

Allt er þetta skiljanlegt frá sjónarhorni leiðtoga verkalýðsfélaga. Til þess eru þeir kjörnir að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna.

Vandinn er sá eins og oft áður að það eru engar forsendur fyrir launahækkunum í samfélaginu. Það geta verið forsendur fyrir hækkunum í einstökum atvinnugreinum en þjóðarbúskapurinn í heild stendur ekki undir almennum launahækkunum.

Einstakar afmarkaðar ákvarðanir í launamálum þröngra hópa flækja svo þessa mynd og magna upp kröfur um almennar launahækkanir.

Frá því að íslenzka lýðveldið var stofnað hefur þessi saga endurtekið sig aftur og aftur. Laun eru hækkuð í kjarasamningum umfram það sem nokkrar forsendur eru fyrir, aðilar vinnumarkaðar telja sjálfum sér og öðrum trú um að þetta sé hægt en veruleikinn er annar. Sjaldan hefur þetta komið skýrar í ljós en í kjarasamningunum, sem gerðir voru snemma sumars árið 1977. Af þeim óskölum má margt læra.

Það eru tvö skýr dæmi um það í lýðveldissögunni, að samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar hafi haft jákvæð áhrif á efnahagsþróunina í landinu. Fyrra tilvikið er það fyrirmyndar samstarf sem tókst á milli Viðreisnarstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna á árunum 1967-1969 sem gerði Íslandi kleift að rísa fyrr en ella upp úr öldudal kreppu, sem leiddi af verðlækkunum á fiskmörkuðum og aflabresti. Hitt dæmið eru þjóðarsáttarsamningarnir 1990.

Ný kynslóð verkalýðsforingja og stjórnmálamanna sem og atvinnurekenda ætti að kynna sér söguna frá 1967-1969, sumrinu 1977 og frá 1990 og draga réttar ályktanir af þessum sögulegu dæmum.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS