Birgitta Jónsdóttir og sjóræningjar hennar skjóta sér undan umræðum um ólögmætar hleranir á símum alþingismanna. Hvernig halda menn að þetta fólk hefði látið ef aðrir ættu hlut að máli? Þá hefði ekki skort ásakanir og fyrirspurnir út og suður. Birgitta hefði búið sig undir að fara með málið í Alþjóðaþingmannasambandið eða hún hefði tekið það upp á vettvangi NATO-þingsins.
Þegar Birgitta var í Hreyfingunni fannst tölva í herbergi flokksins þar sem þingmenn hafa skrifstofur. Er hún ekki vísbending um að þá hafi einhverjir í Hreyfingunni verið í tengslum við WikiLeaks? Julian Aassange sem var í nánu sambandi við Birgittu (hún sá meðal annars um að koma honum í jólaboð í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík) segist hafa undir höndum upptökur sem benda til njósna um alþingismenn.
Þegar Birgitta var spurð um ummælin sem höfð voru eftir Assange um hleranir á þingmannasímum svaraði hún á þá leið að hún hefði hvorki séð þessar hleranir né heyrt þær. Af hverju var hún ekki spurð hvort hún hefði vitað af þeim? Markmið Birgittu er þöggun. Hún vill drepa allar umræður um málið. Furðulegt er að aðrir þingmenn skuli líða henni það. Hér er um pólitískt hneykslismál að ræða sem ber að útkljá á stjórnmálavettvangi.
Ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmanni tengdum WikiLeaks að þetta hefði nú bara verið rugl í Assange. WikiLeaks-menn sem vilja að öll mál séu rakin til enda vilja ýta þessu máli til hliðar sem rugli þótt það sýnist reist á bandarískum réttarskjölum. Hver skyldi þessi heimildamaður fréttastofu ríkisútvarpsins vera? Blaðafulltrúinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks og Julians Assange? Er Kristinn öruggasti heimildarmaður í þessu máli? Hvað ætli hann segði ef farið væri að óskum blaðafulltrúa NSA, Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, um allar fréttir af uppljóstrunum Edwards Snowdens?
Til að draga athygli frá umræðum um hleranir á þingmannasímum og yfirlýsingum Julians Assange um þær hefur verið gripið til smjörklípuaðferðarinnar: Kristinn Hrafnsson og félagar taka til við að ræða hvað Birgitta Jónsdóttir hafi fengið mikið greitt frá Dreamworks í Hollywood fyrir að leggja efni í handritið á kvikmyndinni The Fifth Estate um Assange, Birgittu og fleiri. Myndin lendir líklega á lista yfir leiðinlegustu myndir ársins 2013. Þar birtist Assange sem frekar ógeðfelldur náungi eins og honum er lýst í bókunum að baki myndinni.
Að sumu leyti minnir þessi þöggunarleikur þeirra sem vilja að allt sé opið og ekkert fari leynt á ódýra sápuóperu. Hvers vegna á að gera að engu yfirlýsingu Assange um hleranir á símum alþingismanna? Sé hún rugl hvað þá um allt hitt sem frá manninum kemur?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...